1 nóv. 2002Fjöldi heimsókna á vef Körfuknattleikssambands Íslands, kki.is, hefur aldrei verið jafn mikill og í liðnum október mánuði. Alls voru heimsóknir tæpar 30 þúsundir, nánar tiltekið 29.916. Áður var nóvember mánuður 2001 hæsti mánuðurinn á kki.is með 21.717 heimsóknir. Þá var síðasta vika, 43. vika ársins, hæsta vikan á vefnum frá upphafi með 7.202 heimsóknir. Hæsti dagurinn á vefnum var einnig í þeirri viku þegar 1.453 heimsóknir voru skráðar á kki.is þann 21. október. Sem fyrr eru mánudagar vinsælustu dagarnir og flestar heimsóknir eru skráðar milli kl. 11 og 12 á daginn. Netverjar eru hinsvegar latastir á laugardögum.
Aðsóknarmetið slegið í október
1 nóv. 2002Fjöldi heimsókna á vef Körfuknattleikssambands Íslands, kki.is, hefur aldrei verið jafn mikill og í liðnum október mánuði. Alls voru heimsóknir tæpar 30 þúsundir, nánar tiltekið 29.916. Áður var nóvember mánuður 2001 hæsti mánuðurinn á kki.is með 21.717 heimsóknir. Þá var síðasta vika, 43. vika ársins, hæsta vikan á vefnum frá upphafi með 7.202 heimsóknir. Hæsti dagurinn á vefnum var einnig í þeirri viku þegar 1.453 heimsóknir voru skráðar á kki.is þann 21. október. Sem fyrr eru mánudagar vinsælustu dagarnir og flestar heimsóknir eru skráðar milli kl. 11 og 12 á daginn. Netverjar eru hinsvegar latastir á laugardögum.