24 okt. 2002Á fundi aganefndar sl. þriðjudag voru fjórir leikmenn dæmdir í eins leiks bann vegna brottvísana sem þeir hlutu í leikjum nýlega. Tveir þessara leikmenna leika í INTERSPORT-deildinni, þeir Kenneth Tate Breiðabliki og Svavar Birgisson Hamri. Þá voru 2. deildarleikmennirnir Svanur D. Svansson ÍA og Sverrir Marinósson ÍV einnig dæmdir í eins leiks bann af sömu ástæðu. Bönnin taka gildi frá með hádegi á morgun föstudag. Svavar Birgisson verður því í banni þegar Hamar mætir Njarðvík annað kvöld í INTERSPORT-deildinni en Kenneth Tate missir af leik Breiðabliks og ÍR í deildinni á sunnudaginn. Hann verður hinsvegar með í kvöld þegar Blikar mæta Valsmönnum á Hlíðarenda.
Fjórir dæmdir í leikbann
24 okt. 2002Á fundi aganefndar sl. þriðjudag voru fjórir leikmenn dæmdir í eins leiks bann vegna brottvísana sem þeir hlutu í leikjum nýlega. Tveir þessara leikmenna leika í INTERSPORT-deildinni, þeir Kenneth Tate Breiðabliki og Svavar Birgisson Hamri. Þá voru 2. deildarleikmennirnir Svanur D. Svansson ÍA og Sverrir Marinósson ÍV einnig dæmdir í eins leiks bann af sömu ástæðu. Bönnin taka gildi frá með hádegi á morgun föstudag. Svavar Birgisson verður því í banni þegar Hamar mætir Njarðvík annað kvöld í INTERSPORT-deildinni en Kenneth Tate missir af leik Breiðabliks og ÍR í deildinni á sunnudaginn. Hann verður hinsvegar með í kvöld þegar Blikar mæta Valsmönnum á Hlíðarenda.