11 okt. 2002Keppni í INTERSPORT-deildinni hófst í gær með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stórleikur er í Njarðvík þar sem Íslandsmeistararnir taka á móti liðinu sem spáð er titlinum í ár. Þessi nágrannalið sem hafa marga hildi háð á körfuknattleiksvellinum léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og þeim er spáð tveimur efstu sætunum í ár. Í Hveragerði taka heimamenn í Hamri á móti KR-ingum, sem spáð er þriðja sætinu í deildinni í vetur. Loks taka ÍR-ingar, sem spáð er 5. sæti á móti Skallagrím, en Skallagrímsmönnum er spáð 12. og neðsta sæti í deildinni í vetur. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15.
Stórleikur í Njarðvík í kvöld
11 okt. 2002Keppni í INTERSPORT-deildinni hófst í gær með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stórleikur er í Njarðvík þar sem Íslandsmeistararnir taka á móti liðinu sem spáð er titlinum í ár. Þessi nágrannalið sem hafa marga hildi háð á körfuknattleiksvellinum léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og þeim er spáð tveimur efstu sætunum í ár. Í Hveragerði taka heimamenn í Hamri á móti KR-ingum, sem spáð er þriðja sætinu í deildinni í vetur. Loks taka ÍR-ingar, sem spáð er 5. sæti á móti Skallagrím, en Skallagrímsmönnum er spáð 12. og neðsta sæti í deildinni í vetur. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15.