6 okt. 2002Njarðvík varð í dag tvöfaldur meistari meistaranna og það á heimavelli sínum í Njarðvík. Karlaliðið, núverandi Íslands- og bikarmeistarar, unnu KR 87-82 en fyrr um daginn hafði kvennalið Njarðvíkur unnið Íslands- og bikarmeistara KR, 68-66. Þetta er í fyrsta sinn í átta sögu meistarakeppninnar að félag verður tvöfaldur meistari meistaranna. Njarðvík hafði forustuna nær allan tímann í kvennaleiknum, leiddi með tíu stigum í hálfleik, 37-27 en hafði náð mest 14 stiga forskoti í fyrri hálfleik. KR gafst ekki upp og var búið að jafna leikinn í 52-52 fyrir síðasta leikhlutann. Þar höfðu heimastúlkur betur og fögnuðu fyrsta titli kvennaliðs félagsins. Fjóla Eiríksdóttir blómstraði í sínum fyrsta opinbera leik fyrir Njarðvík en hún kom af bekknum og skoraði 16 stig og tók 9 fráköst á aðeins 23 mínútum. Þá skoraði Sacha Montgomery 15 stig, Auður Jónsdóttir gerði 13, Guðrún Ósk Karlsdóttir var með 11 stig og 12 fráköst og Pálína Gunnarsdóttir tók 14 fráköst auk sjö stiga sinna. Hjá KR skoraði Gréta María Grétarsdóttir 19 stig og tók 16 fráköst og Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 12 fráköst. Alla tölfræði leiksins má finna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001599/15990101.htm[v-]hér[slod-]. Pete Philo fór hamförum fyrir karlalið Njarðvíkur í 87-82 sigri á KR í seinni leik kvöldsins en Njarðvíkurliðið vann upp forskot það sem Vesturbæingar náðu í upphafi leiksins en KR hafði sex stiga forskot í hálfleik, 38-44. Philo skoraði 40 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Þetta gerði hann þrátt fyrir að leika ekki í sjö mínútur í fyrri hálfleik þar sem að hann fékk sína þriðju villu eftir aðeins fimm mínútur. Í seinni hálfleik átti hann hinsvegar parketið í Njarðvík, skoraði 22 stig, hitti úr 8 af 9 skotum, tók 5 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Páll Kristinsson kom Philo næstur á blaði með 13 stig og Friðrik Stefánsson var með 10. Hjá KR var Darrell Flake með 24 stig og 10 fráköst, Skarphéðinn Ingason skoraði 16 stig og Steinar Páll Magnússon skoraði 12 stig á aðeins 15 mínútum. Alla tölfræði leiksins má finna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001598/15980101.htm[v-]hér[slod-]. Það má að auki finna sögu meistarakeppni karla og kvenna 1995-2002 [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=104[v-]hér[slod-].
Njarðvík tvöfaldur meistari meistaranna
6 okt. 2002Njarðvík varð í dag tvöfaldur meistari meistaranna og það á heimavelli sínum í Njarðvík. Karlaliðið, núverandi Íslands- og bikarmeistarar, unnu KR 87-82 en fyrr um daginn hafði kvennalið Njarðvíkur unnið Íslands- og bikarmeistara KR, 68-66. Þetta er í fyrsta sinn í átta sögu meistarakeppninnar að félag verður tvöfaldur meistari meistaranna. Njarðvík hafði forustuna nær allan tímann í kvennaleiknum, leiddi með tíu stigum í hálfleik, 37-27 en hafði náð mest 14 stiga forskoti í fyrri hálfleik. KR gafst ekki upp og var búið að jafna leikinn í 52-52 fyrir síðasta leikhlutann. Þar höfðu heimastúlkur betur og fögnuðu fyrsta titli kvennaliðs félagsins. Fjóla Eiríksdóttir blómstraði í sínum fyrsta opinbera leik fyrir Njarðvík en hún kom af bekknum og skoraði 16 stig og tók 9 fráköst á aðeins 23 mínútum. Þá skoraði Sacha Montgomery 15 stig, Auður Jónsdóttir gerði 13, Guðrún Ósk Karlsdóttir var með 11 stig og 12 fráköst og Pálína Gunnarsdóttir tók 14 fráköst auk sjö stiga sinna. Hjá KR skoraði Gréta María Grétarsdóttir 19 stig og tók 16 fráköst og Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 12 fráköst. Alla tölfræði leiksins má finna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001599/15990101.htm[v-]hér[slod-]. Pete Philo fór hamförum fyrir karlalið Njarðvíkur í 87-82 sigri á KR í seinni leik kvöldsins en Njarðvíkurliðið vann upp forskot það sem Vesturbæingar náðu í upphafi leiksins en KR hafði sex stiga forskot í hálfleik, 38-44. Philo skoraði 40 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Þetta gerði hann þrátt fyrir að leika ekki í sjö mínútur í fyrri hálfleik þar sem að hann fékk sína þriðju villu eftir aðeins fimm mínútur. Í seinni hálfleik átti hann hinsvegar parketið í Njarðvík, skoraði 22 stig, hitti úr 8 af 9 skotum, tók 5 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Páll Kristinsson kom Philo næstur á blaði með 13 stig og Friðrik Stefánsson var með 10. Hjá KR var Darrell Flake með 24 stig og 10 fráköst, Skarphéðinn Ingason skoraði 16 stig og Steinar Páll Magnússon skoraði 12 stig á aðeins 15 mínútum. Alla tölfræði leiksins má finna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001598/15980101.htm[v-]hér[slod-]. Það má að auki finna sögu meistarakeppni karla og kvenna 1995-2002 [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=104[v-]hér[slod-].