3 okt. 2002Meistarakeppni karla og kvenna er nú haldin í áttunda sinn. Í leikjunum mætast Íslandsmeistararnir og Bikarmeistararnir frá fyrra keppnistímabili í meistaraflokki karla og kvenna. Keppa liðin um titilinn meistarar meistaranna árið 2002. Í kvennaleiknum mæta Íslands- og Bikarmeistarar KR liði Njarðvíkinga sem lenti í öðru sæti í Bikarkeppni KKÍ og Doritos . Í karlaleiknum mætast sömu lið. Þar mæta Njaðvíkingar hinsvegar sem ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar en KR-ingar urðu í öðru sæti í Bikarkeppni KKÍ og Doritos. Leikirnir fara fram á heimavelli Íslandsmeistara karla í íþróttahúsi Njarðvíkur sunnudaginn 6. október. Leikur Njarðvíkur og KR í kvennaflokki hefst kl. 17.15 Leikur Njarðvíkur og KR í karlaflokki hefst kl. 19.15 Dómarar í kvennaleiknum verða Helgi Bragason og Georg Andersen og í karlaleiknum verða dómarar Kristján Möller og Kristinn Óskarsson. Leikur Njarðvíkur og KR ver[ur síðasti opinberi leikurinn sem Kristján Möller dæmir, en hann hefur ákveðið að hætta í dómgæslu eftir að hafa starfað sem slíkur frá árinu 1987 eða í 15 ár. Alls hefur Kristján dæmt 269 leiki í Úrvalsdeild og alls hefur hann dæmt 577 leiki á vegum KKÍ á ferlinum fram að þessum leik. Skemmtileg tilviljun er fólgin í því að Kristján sem dæmir fyrir Njarðvík, dæmir þennan síðasta leik sinn með Kristni Óskarssyni úr Keflavík en þeir hafa alls dæmt 66 leiki saman og hefur Kristján ekki dæmt fleiri leiki með nokkrum öðrum dómara. Í öll sjö skiptin sem meistarakeppnin hefur verið haldin hefur allur ágóði af leikjunum og auglýsingasölu í kring um þá runnið til góðgerðarmálefna. Í ár verður engin breyting þar á. Fyrir tveim árum var gerður samningur til þriggja ára við Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum, um að ágóði af góðgerðarleikjum næstu þriggja ára renni til aðildarfélags innan Umhyggju. Í ár mun allur ágóði af leikjunum renna til foreldrafélags geðsjúkra barna og unglinga. Vonast KKÍ til að fjárhæð sú sem safnast komi að góðum notum í starfi félagsins. Körfuknattleikshreyfingin hefur áður styrkt Samtök krabbameinssjúkra barna, Jafningjafræðsluna, Neistann - styrktarfélag hjartveikra barna, Samtök sykursjúkra barna, LAUF - landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Samtök barna með tourett heilkenni og PKU sem eru samtök foreldra barna með efnaskiptasjúkdóma. Úrslit meistarakeppninnar frá upphafi hafa verið tekin saman (sjá tengil hér til vinstri). [v+]http://www.kki.is/skjol/Meistarakeppni%20KKI%20saga.htm[v-]Skoða úrslitin frá upphafi[slod-].
Meistaraleikir til styktar geðsjúkum börnum
3 okt. 2002Meistarakeppni karla og kvenna er nú haldin í áttunda sinn. Í leikjunum mætast Íslandsmeistararnir og Bikarmeistararnir frá fyrra keppnistímabili í meistaraflokki karla og kvenna. Keppa liðin um titilinn meistarar meistaranna árið 2002. Í kvennaleiknum mæta Íslands- og Bikarmeistarar KR liði Njarðvíkinga sem lenti í öðru sæti í Bikarkeppni KKÍ og Doritos . Í karlaleiknum mætast sömu lið. Þar mæta Njaðvíkingar hinsvegar sem ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar en KR-ingar urðu í öðru sæti í Bikarkeppni KKÍ og Doritos. Leikirnir fara fram á heimavelli Íslandsmeistara karla í íþróttahúsi Njarðvíkur sunnudaginn 6. október. Leikur Njarðvíkur og KR í kvennaflokki hefst kl. 17.15 Leikur Njarðvíkur og KR í karlaflokki hefst kl. 19.15 Dómarar í kvennaleiknum verða Helgi Bragason og Georg Andersen og í karlaleiknum verða dómarar Kristján Möller og Kristinn Óskarsson. Leikur Njarðvíkur og KR ver[ur síðasti opinberi leikurinn sem Kristján Möller dæmir, en hann hefur ákveðið að hætta í dómgæslu eftir að hafa starfað sem slíkur frá árinu 1987 eða í 15 ár. Alls hefur Kristján dæmt 269 leiki í Úrvalsdeild og alls hefur hann dæmt 577 leiki á vegum KKÍ á ferlinum fram að þessum leik. Skemmtileg tilviljun er fólgin í því að Kristján sem dæmir fyrir Njarðvík, dæmir þennan síðasta leik sinn með Kristni Óskarssyni úr Keflavík en þeir hafa alls dæmt 66 leiki saman og hefur Kristján ekki dæmt fleiri leiki með nokkrum öðrum dómara. Í öll sjö skiptin sem meistarakeppnin hefur verið haldin hefur allur ágóði af leikjunum og auglýsingasölu í kring um þá runnið til góðgerðarmálefna. Í ár verður engin breyting þar á. Fyrir tveim árum var gerður samningur til þriggja ára við Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum, um að ágóði af góðgerðarleikjum næstu þriggja ára renni til aðildarfélags innan Umhyggju. Í ár mun allur ágóði af leikjunum renna til foreldrafélags geðsjúkra barna og unglinga. Vonast KKÍ til að fjárhæð sú sem safnast komi að góðum notum í starfi félagsins. Körfuknattleikshreyfingin hefur áður styrkt Samtök krabbameinssjúkra barna, Jafningjafræðsluna, Neistann - styrktarfélag hjartveikra barna, Samtök sykursjúkra barna, LAUF - landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Samtök barna með tourett heilkenni og PKU sem eru samtök foreldra barna með efnaskiptasjúkdóma. Úrslit meistarakeppninnar frá upphafi hafa verið tekin saman (sjá tengil hér til vinstri). [v+]http://www.kki.is/skjol/Meistarakeppni%20KKI%20saga.htm[v-]Skoða úrslitin frá upphafi[slod-].