26 sep. 2002Mótanefnd KKÍ mun hittast í hádeginu í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp í mótamálum eftir að Þór Akureyri tilkynnti að félagið hyggðist ekki taka þátt í úrvalsdeildinni í veut og óskaði eftir því að leika í 2. deild þess í stað. KKÍ hefur leitað til Skallagríms og KFÍ til að kanna afstöðu þeirra ef til þeirra yrði leitað varðandi lausa úrvalsdeildarsætið. Afstaða Skallagríms mun verða ljós í kvöld, en stjórn KFÍ hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: KFÍ harmar þá niðurstöðu að Þór Akureyri sjái sér ekki fært að taka þátt í úrvalsdeild í vetur. Eftir að þessar fréttir bárust okkur þá var haft samband frá KKÍ og við fengnir til þess að íhuga hvort að félagið vildi taka sæti þeirra í efstu deild. Eftir að hafa fundað með stjórn og leikmönnum þá varð niðurstaðan sú að KFÍ ætlar sér að standa við þá langtímaáætlun sem að félagið setti á sínum tíma og halda sæti okkar í 1. deild í vetur. Unglingastarfið er að skila sér og áhuginn er mjög mikill hér á vestjörðum. Það er ætlun okkar að halda þessari útbreiðslu og uppbyggingarstarfsemi áfram, og koma góðum tökum á fjármálin í leiðinni. KFÍ hefur verið í aðhaldsaðgerðum og tekist að ná niður skuldum félagsins eftir ýmsar erfiðar raunir í gegnum árin. Við teljum það heillvænlegt fyrir félagið og bæjarfélagið í heild sinni að ná góðum tökum á fjármálum félagsins og koma sterkir til leiks í efstu deild þegar við erum tilbúnir til þess. Það er von okkar að góð niðurstaða náist í þessu máli sem að verður körfuboltanum til heilla til framtíðar. F.h KFÍ. Guðjón M. Þorsteinsson. Þá hefur KKÍ leitað eftir skoðun ÍA á því hvort félagið hafi áhuga á sæti í 1. deild, ef félag úr deildinni tekur sæti í úrvalsdeild. Afstaða ÍA liggur ekki fyrir.
KFÍ mun ekki taka sæti í úrvalsdeild
26 sep. 2002Mótanefnd KKÍ mun hittast í hádeginu í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp í mótamálum eftir að Þór Akureyri tilkynnti að félagið hyggðist ekki taka þátt í úrvalsdeildinni í veut og óskaði eftir því að leika í 2. deild þess í stað. KKÍ hefur leitað til Skallagríms og KFÍ til að kanna afstöðu þeirra ef til þeirra yrði leitað varðandi lausa úrvalsdeildarsætið. Afstaða Skallagríms mun verða ljós í kvöld, en stjórn KFÍ hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: KFÍ harmar þá niðurstöðu að Þór Akureyri sjái sér ekki fært að taka þátt í úrvalsdeild í vetur. Eftir að þessar fréttir bárust okkur þá var haft samband frá KKÍ og við fengnir til þess að íhuga hvort að félagið vildi taka sæti þeirra í efstu deild. Eftir að hafa fundað með stjórn og leikmönnum þá varð niðurstaðan sú að KFÍ ætlar sér að standa við þá langtímaáætlun sem að félagið setti á sínum tíma og halda sæti okkar í 1. deild í vetur. Unglingastarfið er að skila sér og áhuginn er mjög mikill hér á vestjörðum. Það er ætlun okkar að halda þessari útbreiðslu og uppbyggingarstarfsemi áfram, og koma góðum tökum á fjármálin í leiðinni. KFÍ hefur verið í aðhaldsaðgerðum og tekist að ná niður skuldum félagsins eftir ýmsar erfiðar raunir í gegnum árin. Við teljum það heillvænlegt fyrir félagið og bæjarfélagið í heild sinni að ná góðum tökum á fjármálum félagsins og koma sterkir til leiks í efstu deild þegar við erum tilbúnir til þess. Það er von okkar að góð niðurstaða náist í þessu máli sem að verður körfuboltanum til heilla til framtíðar. F.h KFÍ. Guðjón M. Þorsteinsson. Þá hefur KKÍ leitað eftir skoðun ÍA á því hvort félagið hafi áhuga á sæti í 1. deild, ef félag úr deildinni tekur sæti í úrvalsdeild. Afstaða ÍA liggur ekki fyrir.