25 sep. 2002Þór Ak. verður ekki með í úrvalsdeildinni í vetur, en keppni í deildinni hefst þann 10. október nk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem aðalstjórn og stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs sendu frá sér í gærkvöldi. Mótahald KKÍ er þar af leiðandi í uppnámi sem stendur. 24-09 Fréttatilkynning. Fréttatilkynning frá Íþróttafélaginu Þór og körfuknattleiksdeild Þórs Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs hefur ákveðið að draga lið sitt út úr keppni í úrvalsdeild. Ákvörðunin var staðfest á fundi aðalstjórnar í kvöld. Með þessari ákvörðun er Íþróttafélagið Þór og Körfuknattleiksdeild Þórs að taka mjög stóra og erfiða ákvörðun til að axla þá ábyrgð sem rekstrinum fylgir. Það er von okkar að menn sýni þessari ákvörðun skilning og hjálpi okkur í því uppbyggingar- og forvarnarstarfi sem félagið hefur sinnt í gegnum tíðina. Uppbygging Körfuknattleiksdeildar Þórs mun halda áfram og taka mið af því að byggja upp sterkan leikmannahóp og stuðla að framgangi greinarinnar á Akureyri. Leikmenn hafa verið með í ráðum og eru ósáttir með niðurstöðuna en virða ákvörðunina og ætla að leggja sitt á vogaskálarnar til að koma liðinu upp í úrvalsdeild. F.h. Íþróttafélagsins Þórs Jón Heiðar Árnason formaður aðalstjórnar Mótanefnd KKÍ mun koma saman á morgun til að ákveða með framhald mótahaldsins, en ljóst er að mótahaldið er í uppnámi eftir þessa ákvörðun Þórsara. Vonandi verða þau mál til lykta leidd sem allra fyrst, en útgáfu lokaniðurröðunar allra deild hefur seinkað vegna þessa máls. KKÍ óskar Þórsurum velvarnaðar í framtíðinni og vonast til að sjá þá aftur í fremstu röð körfuknattleiksliða áður en langt um líður.
Þór Ak. ekki með í úrvalsdeildinni
25 sep. 2002Þór Ak. verður ekki með í úrvalsdeildinni í vetur, en keppni í deildinni hefst þann 10. október nk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem aðalstjórn og stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs sendu frá sér í gærkvöldi. Mótahald KKÍ er þar af leiðandi í uppnámi sem stendur. 24-09 Fréttatilkynning. Fréttatilkynning frá Íþróttafélaginu Þór og körfuknattleiksdeild Þórs Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs hefur ákveðið að draga lið sitt út úr keppni í úrvalsdeild. Ákvörðunin var staðfest á fundi aðalstjórnar í kvöld. Með þessari ákvörðun er Íþróttafélagið Þór og Körfuknattleiksdeild Þórs að taka mjög stóra og erfiða ákvörðun til að axla þá ábyrgð sem rekstrinum fylgir. Það er von okkar að menn sýni þessari ákvörðun skilning og hjálpi okkur í því uppbyggingar- og forvarnarstarfi sem félagið hefur sinnt í gegnum tíðina. Uppbygging Körfuknattleiksdeildar Þórs mun halda áfram og taka mið af því að byggja upp sterkan leikmannahóp og stuðla að framgangi greinarinnar á Akureyri. Leikmenn hafa verið með í ráðum og eru ósáttir með niðurstöðuna en virða ákvörðunina og ætla að leggja sitt á vogaskálarnar til að koma liðinu upp í úrvalsdeild. F.h. Íþróttafélagsins Þórs Jón Heiðar Árnason formaður aðalstjórnar Mótanefnd KKÍ mun koma saman á morgun til að ákveða með framhald mótahaldsins, en ljóst er að mótahaldið er í uppnámi eftir þessa ákvörðun Þórsara. Vonandi verða þau mál til lykta leidd sem allra fyrst, en útgáfu lokaniðurröðunar allra deild hefur seinkað vegna þessa máls. KKÍ óskar Þórsurum velvarnaðar í framtíðinni og vonast til að sjá þá aftur í fremstu röð körfuknattleiksliða áður en langt um líður.