20 sep. 2002Vinna við niðurröðun leikja er nú á lokastigi, en hún hefur staðið yfir frá því dregið var í töfluröð á ársþingi KKÍ á Sauðárkróki í maí sl. Í dag voru send út ný drög að niðurröðun leikja og félögunum gefinn frestur þar til á hádegi á mánudaginn að gera breytingar. Hægt er að sjá niðurröðunina hér til hægri á KKÍ vefnum. Athugið að mótin eru enn í vinnslu og þetta er því ekki lokaniðurröðun leikjanna. Eftir hádegi á mánudag verður staðfest lokaniðurröðun birt hér á vefnum. Eftir það verður leikjum ekki breytt nema mótanefnd taki um það ákvörðun. Slíkar breytingar eru kynntar sérstaklega.
Lokaniðurröðun leikja gefin út á mánudag
20 sep. 2002Vinna við niðurröðun leikja er nú á lokastigi, en hún hefur staðið yfir frá því dregið var í töfluröð á ársþingi KKÍ á Sauðárkróki í maí sl. Í dag voru send út ný drög að niðurröðun leikja og félögunum gefinn frestur þar til á hádegi á mánudaginn að gera breytingar. Hægt er að sjá niðurröðunina hér til hægri á KKÍ vefnum. Athugið að mótin eru enn í vinnslu og þetta er því ekki lokaniðurröðun leikjanna. Eftir hádegi á mánudag verður staðfest lokaniðurröðun birt hér á vefnum. Eftir það verður leikjum ekki breytt nema mótanefnd taki um það ákvörðun. Slíkar breytingar eru kynntar sérstaklega.