6 sep. 2002Óvæntir hlutir halda áfram að gerast á HM í Indianapolis. Bandaríkin töpuðu aftur, nú fyrir Júgóslavíu 78-81 sl. nótt. Þar með er ljóst að Bandaríkin eiga ekki möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar og munu leika um 5.-8. sætið. Tveir tapleikir í röð hjá bandarísku landsliði er eitthvað sem menn töldu óhugsandi eftir 58 leikja sigurgöngu landsliðs skipuðu NBA-leikmönnum. Ljóst er að Bandaríkin hafa orðið fyrir miklum álitshnekki í körfuboltanum á sínum eigin heimavelli. Fullvíst má telja að bilið milli þeirra og annarra þjóða í þessari íþrótt er horfið eða að hverfa. Ef Bandaríkin ætla sér verðlaun á stórmótum í framtíðinni geta þeirra bestu leikmenn ekki leyft sér að sitja heima. Leikmenn á borð við Shaquille O´Neal, Kobe Bryant og Michael Jordan gáfu ekki kost á sér í liðið fyrir þessa keppni. Til að fullkomna niðurlæginguna þá hafa Bandaríkin misst sæti sitt á Ólympíuleikunum og þurfa að fara í forkeppni fyrir leikana í Aþenu 2004.
Bandaríkin úr leik
6 sep. 2002Óvæntir hlutir halda áfram að gerast á HM í Indianapolis. Bandaríkin töpuðu aftur, nú fyrir Júgóslavíu 78-81 sl. nótt. Þar með er ljóst að Bandaríkin eiga ekki möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar og munu leika um 5.-8. sætið. Tveir tapleikir í röð hjá bandarísku landsliði er eitthvað sem menn töldu óhugsandi eftir 58 leikja sigurgöngu landsliðs skipuðu NBA-leikmönnum. Ljóst er að Bandaríkin hafa orðið fyrir miklum álitshnekki í körfuboltanum á sínum eigin heimavelli. Fullvíst má telja að bilið milli þeirra og annarra þjóða í þessari íþrótt er horfið eða að hverfa. Ef Bandaríkin ætla sér verðlaun á stórmótum í framtíðinni geta þeirra bestu leikmenn ekki leyft sér að sitja heima. Leikmenn á borð við Shaquille O´Neal, Kobe Bryant og Michael Jordan gáfu ekki kost á sér í liðið fyrir þessa keppni. Til að fullkomna niðurlæginguna þá hafa Bandaríkin misst sæti sitt á Ólympíuleikunum og þurfa að fara í forkeppni fyrir leikana í Aþenu 2004.