9 jún. 2002Drengjalandsliðið hafnaði í 7. sæti á alþjóðlegu móti í Frakklandi um helgina. Liðið tapaði fyrir Englandi 41-43, fyrir Hollandi 40-44 og Tékklandi 29-46. Liðið vann hins vegar góða sigra á tveimur frönskum félagsliðum, 66-61 og 55-14. Tékkar og Hollendingar léku til úrslita á mótinu. Íslenska liðið heldur heimleiðis á morgun. Nánar verður sagt frá gengi liðsins síðar.
Drengjalandsliðið í 7. sæti í Frakklandi
9 jún. 2002Drengjalandsliðið hafnaði í 7. sæti á alþjóðlegu móti í Frakklandi um helgina. Liðið tapaði fyrir Englandi 41-43, fyrir Hollandi 40-44 og Tékklandi 29-46. Liðið vann hins vegar góða sigra á tveimur frönskum félagsliðum, 66-61 og 55-14. Tékkar og Hollendingar léku til úrslita á mótinu. Íslenska liðið heldur heimleiðis á morgun. Nánar verður sagt frá gengi liðsins síðar.