19 maí 2002Íslenska ungmennalandsliðið mátti þola tap gegn Þjóðverjum í undanúrslitaleik alþjóðlega mótsins í körfuknattleik sem fram fer í Frakklandi nú um helgina. Íslenska liðið tapaði með 76 stigum gegn 87. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og komst í 12 - 0 en Þjóðverjar tóku þá við sér og jafnaðist leikurinn nokkuð. Í hálfleik leiddu Þjóðverjar með 40 stigum gegn 37. Stigahæstir í íslenska liðinu voru Logi Gunnarsson með 32 stig, Jón Arnór með 16 og Helgi Magnússon með 10 stig og 10 fráköst. Íslenska liðið leikur gegn Slóveníu um þriðja sætið í mótinu á morgun, en Slóvenar töpuðu fyrir Frökkum fyrr í dag.
Tap gegn Þjóðverjum
19 maí 2002Íslenska ungmennalandsliðið mátti þola tap gegn Þjóðverjum í undanúrslitaleik alþjóðlega mótsins í körfuknattleik sem fram fer í Frakklandi nú um helgina. Íslenska liðið tapaði með 76 stigum gegn 87. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og komst í 12 - 0 en Þjóðverjar tóku þá við sér og jafnaðist leikurinn nokkuð. Í hálfleik leiddu Þjóðverjar með 40 stigum gegn 37. Stigahæstir í íslenska liðinu voru Logi Gunnarsson með 32 stig, Jón Arnór með 16 og Helgi Magnússon með 10 stig og 10 fráköst. Íslenska liðið leikur gegn Slóveníu um þriðja sætið í mótinu á morgun, en Slóvenar töpuðu fyrir Frökkum fyrr í dag.