18 maí 2002Íslenska ungmennalandsliðið sem tekur þátt í sterku móti í Frakklandi nú um helgina vann Hollendinga með 80 stigum gegn 61. Í hálfleik var staðan jöfn 33 stig gegn 33. Síðari hálfleikur íslenska liðsins var mjög góður og áttu Hollendingar ekki svar við sterkum sóknarleik liðsins. Stigahæstir í íslenska liðinu voru Logi Gunnarsson og Helgi Magnússon með 20 stig og Jón Arnór Stefánsson með 18 stig. Liðið mætir Slóvenum í næsta leik.
Ísland lagði Hollendinga
18 maí 2002Íslenska ungmennalandsliðið sem tekur þátt í sterku móti í Frakklandi nú um helgina vann Hollendinga með 80 stigum gegn 61. Í hálfleik var staðan jöfn 33 stig gegn 33. Síðari hálfleikur íslenska liðsins var mjög góður og áttu Hollendingar ekki svar við sterkum sóknarleik liðsins. Stigahæstir í íslenska liðinu voru Logi Gunnarsson og Helgi Magnússon með 20 stig og Jón Arnór Stefánsson með 18 stig. Liðið mætir Slóvenum í næsta leik.