17 maí 2002Kristján Möller körfuknattleiksdómari hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir 15 ára farsælann dómaraferil. Hann hóf dómaraferil sinn árið 1987 og dæmdi á sínu fyrsta tímabili 3 leiki í úrvalsdeild. Fyrsti úrvalsdeildarleikurinn hans var á Akureyri milli Þórs og ÍR í febrúar 1988 og meðdómari hans var Ómar Scheving, sem hætti svo eftir það tímabil. Kristján dæmdi um 600 leiki á ferlinum á vegum KKÍ þar af nokkra landsleiki bæði hér heima og erlendis. Hann hlaut tvær viðurkenningar, árið 1990 fyrir mestu framfarir og 1991 sem besti dómari úrvalsdeildar. Hann dæmdi alla tíð fyrir Ungmennafélag Njarðvíkur. Kristján vill koma á framfæri þakklæti til allra sem hann átti góð samskipti við innan eða utan vallar og þá sérstaklega félögum sínum í dómarastéttinni.
Kristján Möller leggur flautuna á hilluna
17 maí 2002Kristján Möller körfuknattleiksdómari hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir 15 ára farsælann dómaraferil. Hann hóf dómaraferil sinn árið 1987 og dæmdi á sínu fyrsta tímabili 3 leiki í úrvalsdeild. Fyrsti úrvalsdeildarleikurinn hans var á Akureyri milli Þórs og ÍR í febrúar 1988 og meðdómari hans var Ómar Scheving, sem hætti svo eftir það tímabil. Kristján dæmdi um 600 leiki á ferlinum á vegum KKÍ þar af nokkra landsleiki bæði hér heima og erlendis. Hann hlaut tvær viðurkenningar, árið 1990 fyrir mestu framfarir og 1991 sem besti dómari úrvalsdeildar. Hann dæmdi alla tíð fyrir Ungmennafélag Njarðvíkur. Kristján vill koma á framfæri þakklæti til allra sem hann átti góð samskipti við innan eða utan vallar og þá sérstaklega félögum sínum í dómarastéttinni.