10 maí 2002Á ársþingi KKÍ sem haldið var á Sauðárkróki um síðustu helgi var dregið um töfluröð í úrvalsdeild og 1. deild karla og kvenna fyrir næsta keppnistímabil. Í úrvalsdeildinni munuliðin sem léku til úrslita nú í vor, UMFN og Keflavík, mætast í fyrstu umferð. Nýliðar Snæfells og Vals fá bæði heimaleik í fyrstu umferðinni. Snæfell tekur á móti Tindastól og Valsmenn fá UMFG í heimsókn. Í 1. deild kvenna munu Íslandsmeistarar KR hefja titilisvörn sína í Njarðvík á meðan deildarmeistarar ÍS fá nýliða Hauka í heimsókn. Í 1. deild karla fá nýliðar Fjölnis heimaleik í 1. umferð er þeir fá Skallagrím í heimsókn í Grafarvoginn í sínum fyrsta leik í deildinni. Hitt liðið sem féll, Stjarnan, fer til Grindavíkur og leikur gegn ÍG. Heildarniðurröðun deildanna þriggja, án dagsetninga, er að finna undir [v+]http://www.kki.is/motahald.asp[v-]Mótahald[slod-].
Úrslitaliðin mætast í fyrstu umferð
10 maí 2002Á ársþingi KKÍ sem haldið var á Sauðárkróki um síðustu helgi var dregið um töfluröð í úrvalsdeild og 1. deild karla og kvenna fyrir næsta keppnistímabil. Í úrvalsdeildinni munuliðin sem léku til úrslita nú í vor, UMFN og Keflavík, mætast í fyrstu umferð. Nýliðar Snæfells og Vals fá bæði heimaleik í fyrstu umferðinni. Snæfell tekur á móti Tindastól og Valsmenn fá UMFG í heimsókn. Í 1. deild kvenna munu Íslandsmeistarar KR hefja titilisvörn sína í Njarðvík á meðan deildarmeistarar ÍS fá nýliða Hauka í heimsókn. Í 1. deild karla fá nýliðar Fjölnis heimaleik í 1. umferð er þeir fá Skallagrím í heimsókn í Grafarvoginn í sínum fyrsta leik í deildinni. Hitt liðið sem féll, Stjarnan, fer til Grindavíkur og leikur gegn ÍG. Heildarniðurröðun deildanna þriggja, án dagsetninga, er að finna undir [v+]http://www.kki.is/motahald.asp[v-]Mótahald[slod-].