10 maí 2002Nýjasti leiðarinn á kki.is er að þessu sinni ræða formanns KKÍ, Ólafs Rafnsson á 42. ársþingi sambndsins sem haldið var á Sauðárkróki um síðustu helgi. Leiðarinn í heild sinni er að finna undir „Greinar“. Enn eitt starfsár stjórnar KKÍ er nú að baki. Hefur það um margt verið sérstakt, en eins og ávallt ánægjulegt og annasamt. Fyrir ykkur liggur hefðbundin ársskýrsla stjórnarinnar þar sem finna má yfirlit yfir helstu verkefni stjórnar á starfsárinu. Fjármál sambandsins hafa verið erfiðari þetta starfsár en áður, og í reynd má segja að þetta sé í fyrsta sinn á 12 ára setu minni í stjórn sambandsins sem ég tel samdrátt vera nauðsynlegan. Fjármálalegt umhverfi sérsambanda – og reyndar íþróttahreyfingarinnar í heild – fer síversnandi í samkeppni við ríkisreknar lista- og menningarstofnanir sem gera í auknum mæli tugmilljónakróna samninga við atvinnulífið – sem fram að þessu hefur verið eina tekjuvon sérsambanda. Þessu þarf að breyta. Við getum illa keppt við slíkar stofnanir, sem jafnvel hafa á sínum snærum nokkurra manna starfslið í markaðs og fjármálum á kostnað ríkisins. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=89[v-]Meira[slod-].
Nýr leiðari - Ræða formanns á ársþingi
10 maí 2002Nýjasti leiðarinn á kki.is er að þessu sinni ræða formanns KKÍ, Ólafs Rafnsson á 42. ársþingi sambndsins sem haldið var á Sauðárkróki um síðustu helgi. Leiðarinn í heild sinni er að finna undir „Greinar“. Enn eitt starfsár stjórnar KKÍ er nú að baki. Hefur það um margt verið sérstakt, en eins og ávallt ánægjulegt og annasamt. Fyrir ykkur liggur hefðbundin ársskýrsla stjórnarinnar þar sem finna má yfirlit yfir helstu verkefni stjórnar á starfsárinu. Fjármál sambandsins hafa verið erfiðari þetta starfsár en áður, og í reynd má segja að þetta sé í fyrsta sinn á 12 ára setu minni í stjórn sambandsins sem ég tel samdrátt vera nauðsynlegan. Fjármálalegt umhverfi sérsambanda – og reyndar íþróttahreyfingarinnar í heild – fer síversnandi í samkeppni við ríkisreknar lista- og menningarstofnanir sem gera í auknum mæli tugmilljónakróna samninga við atvinnulífið – sem fram að þessu hefur verið eina tekjuvon sérsambanda. Þessu þarf að breyta. Við getum illa keppt við slíkar stofnanir, sem jafnvel hafa á sínum snærum nokkurra manna starfslið í markaðs og fjármálum á kostnað ríkisins. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=89[v-]Meira[slod-].