21 apr. 2002Haukur tryggðu sér fyrsta Íslandsmeistaratitil dagsins þegar þær sigruðu Keflavík-b í æsispennandi úrslitaleik 9. flokks kvenna, 30-28. Haukar leiddu 20-15 í hálfleik og höfðu svo 9 stiga forystu en hinar ungu stúlkur úr Keflavík skoruðu 7 síðustu stigin og voru mjög nálægt því að jafna. Atkvæðamest hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir sem skoraði 16 stig, tók 17 fráköst, stal 8 boltum og átti 5 stoðsendingar. Hjá Keflavíkurstúlkum bar mest á Bryndísi Guðmundsdóttur sem skoraði 14 stig og tók fráköst og Maríu Ben Erlingsdóttur sem skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Annar leikur dagsins var leikur Njarðvíkur og Fjölnis í 11. flokk. Og það var enginn smá leikur, Fjölnir sigraði 95-94 með körfu frá Magnúsi Pálssyni þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Njarðvík leiddi 58-54 í hálfleik. Magnús Pálsson átti mjög góðan leik fyrir Fjölni, skoraði 29 stig, tók 17 fráköst, var með 9 stoðsendingar og hitti úr 11 af 12 skotum sínum, Guðmundur Sæmundsson skoraði 25 stig fyrir Fjölni. Hjá Njarðvíkingum var Jóhann Árni Ólafsson mest áberandi, skoraði 32 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, þá skoraði Helgi Már Guðbjarsson 19 stig og Kristján Sigurðsson 18. Úrslitaleikirnir halda svo áfram í dag og er dagskrá þeirra er eftirfarandi. Kl 14 Fjölnir og KR í 9. flokk karla og kl 16 eigast við í úrslitaleik 2. deildar b-liða, Njarðvík og Haukar..
Haukar og Fjölnir orðnir Íslandsmeistarar í dag
21 apr. 2002Haukur tryggðu sér fyrsta Íslandsmeistaratitil dagsins þegar þær sigruðu Keflavík-b í æsispennandi úrslitaleik 9. flokks kvenna, 30-28. Haukar leiddu 20-15 í hálfleik og höfðu svo 9 stiga forystu en hinar ungu stúlkur úr Keflavík skoruðu 7 síðustu stigin og voru mjög nálægt því að jafna. Atkvæðamest hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir sem skoraði 16 stig, tók 17 fráköst, stal 8 boltum og átti 5 stoðsendingar. Hjá Keflavíkurstúlkum bar mest á Bryndísi Guðmundsdóttur sem skoraði 14 stig og tók fráköst og Maríu Ben Erlingsdóttur sem skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Annar leikur dagsins var leikur Njarðvíkur og Fjölnis í 11. flokk. Og það var enginn smá leikur, Fjölnir sigraði 95-94 með körfu frá Magnúsi Pálssyni þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Njarðvík leiddi 58-54 í hálfleik. Magnús Pálsson átti mjög góðan leik fyrir Fjölni, skoraði 29 stig, tók 17 fráköst, var með 9 stoðsendingar og hitti úr 11 af 12 skotum sínum, Guðmundur Sæmundsson skoraði 25 stig fyrir Fjölni. Hjá Njarðvíkingum var Jóhann Árni Ólafsson mest áberandi, skoraði 32 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, þá skoraði Helgi Már Guðbjarsson 19 stig og Kristján Sigurðsson 18. Úrslitaleikirnir halda svo áfram í dag og er dagskrá þeirra er eftirfarandi. Kl 14 Fjölnir og KR í 9. flokk karla og kl 16 eigast við í úrslitaleik 2. deildar b-liða, Njarðvík og Haukar..