17 apr. 2002Körfuknattleikssamband Íslands hefur gert samning við Sælgætisgerðina Mónu til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér að Móna greiðir fyrir alla verðlaunapeninga og eignarbikar í mótum á vegum KKÍ. Jafnframt kostar Móna öll einstaklingsverðlaun sem veitt verða á lokahófi KKÍ næstu þrjú árin. Ljóst er að þetta er mikil styrkur fyrir KKÍ og væntir sambandið mikils af þessu samstarfi í framtíðinni. Á myndinni má sjá Hannes Jónsson varaformann KKÍ ásamt Jakobínu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Mónu og Árna Kvaran sölustjóra eftir undirritun samningsins.
Samningur við Mónu
17 apr. 2002Körfuknattleikssamband Íslands hefur gert samning við Sælgætisgerðina Mónu til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér að Móna greiðir fyrir alla verðlaunapeninga og eignarbikar í mótum á vegum KKÍ. Jafnframt kostar Móna öll einstaklingsverðlaun sem veitt verða á lokahófi KKÍ næstu þrjú árin. Ljóst er að þetta er mikil styrkur fyrir KKÍ og væntir sambandið mikils af þessu samstarfi í framtíðinni. Á myndinni má sjá Hannes Jónsson varaformann KKÍ ásamt Jakobínu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Mónu og Árna Kvaran sölustjóra eftir undirritun samningsins.