15 apr. 2002Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ákveðið að endurtaka leikinn frá fyrra vori og efna til hraðmóts í mfl. kvenna. Mótið þótti takast vel í fyrra og komust færri lið að en vildu. Hugmyndin er sú að mótið setji punktinn yfir I-ið hjá kvennaliðunum og tákni nokkurskonar vertíðarlok körfuboltakvenna. Verðlaunin taka einmitt mið af því og felast að nokkru í kaloríum í formi skyndibitafæðis s.s. kjúklingi og ís. Eitthvað sem ekki má þegar tímabilið stendur yfir. Mótið verður haldið sumardaginn fyrsta, þ. 25.4. n.k. á Ásvöllum frá kl. 16-22. Átta lið geta tekið þátt í mótinu og leikið verður í tveim riðlum í undanúrslitum. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli leika síðan í A-úrslitum og tvö neðri liðin leika í B-úrslitum. í úrslitum leikur svo lið A-1 við lið A-2 og og lið B-1 við lið A-2. Leiktími er 2x10 mín og klukka ekki stöðvuð nema seinustu mínútu í síðari hálfleik. Á milli undanúrslita og úrslita verður efnt til vítakeppni og 3ja stiga keppni milli fulltrúa liðanna. Þákktökugjald pr. lið er 6.000-. Hverju liði er síðan ætlað að skaffa 1 dómara, eða greiða aukalega 500. fyrir hvern leik. Verðlaun: 1. sæti í A-úrslitum bikar og 12 máltíðir á KFC 1. sæti í B-úrslitum bikar og 12 máltíðir á KFC f. vítakeppni: Viðurkenning og 12 stórir bragðarefir frá valinkunnri ísbúð. f. 3ja-stigakeppni: Viðurkennig og 12 stórir skammtar af nammi frá landsþekktri gotterísfabrikku. Frekari upplýsingar veita: Sverrir Hjörleifsson í síma 898-1678, e-mail: sverrir@skyrr.is og Henning Henningsson í síma 892-6359, e-mail: Henning@simi.is. Ath. einungis er gert ráð fyrir 8 liðum í mótið og gildir sú regla að fyrstur kemur fyrstur fær.
Haukar með kvennamót á Sumardaginn fyrsta
15 apr. 2002Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ákveðið að endurtaka leikinn frá fyrra vori og efna til hraðmóts í mfl. kvenna. Mótið þótti takast vel í fyrra og komust færri lið að en vildu. Hugmyndin er sú að mótið setji punktinn yfir I-ið hjá kvennaliðunum og tákni nokkurskonar vertíðarlok körfuboltakvenna. Verðlaunin taka einmitt mið af því og felast að nokkru í kaloríum í formi skyndibitafæðis s.s. kjúklingi og ís. Eitthvað sem ekki má þegar tímabilið stendur yfir. Mótið verður haldið sumardaginn fyrsta, þ. 25.4. n.k. á Ásvöllum frá kl. 16-22. Átta lið geta tekið þátt í mótinu og leikið verður í tveim riðlum í undanúrslitum. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli leika síðan í A-úrslitum og tvö neðri liðin leika í B-úrslitum. í úrslitum leikur svo lið A-1 við lið A-2 og og lið B-1 við lið A-2. Leiktími er 2x10 mín og klukka ekki stöðvuð nema seinustu mínútu í síðari hálfleik. Á milli undanúrslita og úrslita verður efnt til vítakeppni og 3ja stiga keppni milli fulltrúa liðanna. Þákktökugjald pr. lið er 6.000-. Hverju liði er síðan ætlað að skaffa 1 dómara, eða greiða aukalega 500. fyrir hvern leik. Verðlaun: 1. sæti í A-úrslitum bikar og 12 máltíðir á KFC 1. sæti í B-úrslitum bikar og 12 máltíðir á KFC f. vítakeppni: Viðurkenning og 12 stórir bragðarefir frá valinkunnri ísbúð. f. 3ja-stigakeppni: Viðurkennig og 12 stórir skammtar af nammi frá landsþekktri gotterísfabrikku. Frekari upplýsingar veita: Sverrir Hjörleifsson í síma 898-1678, e-mail: sverrir@skyrr.is og Henning Henningsson í síma 892-6359, e-mail: Henning@simi.is. Ath. einungis er gert ráð fyrir 8 liðum í mótið og gildir sú regla að fyrstur kemur fyrstur fær.