27 mar. 2002Tveir leikir eru á dagskrá í úrslitakeppni Epson-deildarinnar um páskahátíðina. Að kvöldi föstudagsins langa mætast Njarðvík og KR þriðja sinni. Leikurinn er í íþróttahúsi Njarðvíkur kl. 20. Daginn eftir eða laugardaginn 30. mars taka Keflavíkingar á móti Grindvíkingum kl. 16:00. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Staðan í viðureignunum í undanúrslitum er 2-0 fyrir liðunum frá Reykjanesbæ, eftir útisigra þeirra í gærkvöldi, þriðjudagskvöld. Keflvíkingar náðu að vinna upp gott forskot Grindvíkinga og tryggja sér sigur á meðan Njarðvíkingar náðu heljartaki á KR-ingum. Þrátt fyrir harða atlögu KR-inga í fjórða leikhluta stóðu Íslandsmeistarar hana af sér og unnu mikilvægan sigur.
Leikið um páskana
27 mar. 2002Tveir leikir eru á dagskrá í úrslitakeppni Epson-deildarinnar um páskahátíðina. Að kvöldi föstudagsins langa mætast Njarðvík og KR þriðja sinni. Leikurinn er í íþróttahúsi Njarðvíkur kl. 20. Daginn eftir eða laugardaginn 30. mars taka Keflavíkingar á móti Grindvíkingum kl. 16:00. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Staðan í viðureignunum í undanúrslitum er 2-0 fyrir liðunum frá Reykjanesbæ, eftir útisigra þeirra í gærkvöldi, þriðjudagskvöld. Keflvíkingar náðu að vinna upp gott forskot Grindvíkinga og tryggja sér sigur á meðan Njarðvíkingar náðu heljartaki á KR-ingum. Þrátt fyrir harða atlögu KR-inga í fjórða leikhluta stóðu Íslandsmeistarar hana af sér og unnu mikilvægan sigur.