23 mar. 2002Grindavík varð í dag Íslandsmeistari í 7. flokki kvenna en liðið vann alla þrjá leiki sína í úrslitaumferðinni. Lokaleikurinn gegn Njarðvík var í raun úrslitaleikur um gullið og hann vann Grindavík, 43-30. Þjálfari liðsins, Páll Axel Vilbergsson, var að spila með meistaraflokki Grindavíkur á sama tíma og gat því ekki stjórnað stelpunum í úrslitunum. Ingvar Guðjónsson faðir eins leikmanns liðsins stjórnaði liðinu til sigurs í hans stað. Grindavík vann 11 af 12 leikjum Íslandsmótsins í ár og er vel að sigrinum komið. Úrslit lokaumferðarinnar sem fram fór í Njarðvík í dag má finna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001574.htm[v-]hér[slod-]. Grindavíkurstúlkur vörðu Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra en þá urðu þær minniboltameistarar í sama árangi. Í "úrslitaleiknum" gegn Njarðvík skoraði Íris Sverrisdóttir mest fyrir Grindavík eða 18 en Alma Rut Garðarsdóttir var með 9 stig og fyrirliðinn Berglind Anna Magnúsdóttir gerði átta stig. Hjá Njarðvík varð Eyrún Elvarsdóttir stigahæst með 11 stig en Margrét Kara Sturludóttir gerði 6 stig. Íslandsmeistarar Grindavíkur og stig þeirra í úrslitaumferðinni: Ingey Arna Sigurðardóttir 14, Elínborg Ingvarsdóttir 20, Stella Steingrímsdóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Íris Sverrisdóttir 34, Anna Þórunn Guðmundsdóttir 4, Kristín Karlsdóttir 18, Sara Sigurðardóttir 3, Elka Mist Káradóttir 8, Alma Rut Garðarsdóttir 19 og Berglind Anna Magnúsdóttir, fyrirliði, 23.
Grindavík Íslandsmeistari í 7. flokki kvenna
23 mar. 2002Grindavík varð í dag Íslandsmeistari í 7. flokki kvenna en liðið vann alla þrjá leiki sína í úrslitaumferðinni. Lokaleikurinn gegn Njarðvík var í raun úrslitaleikur um gullið og hann vann Grindavík, 43-30. Þjálfari liðsins, Páll Axel Vilbergsson, var að spila með meistaraflokki Grindavíkur á sama tíma og gat því ekki stjórnað stelpunum í úrslitunum. Ingvar Guðjónsson faðir eins leikmanns liðsins stjórnaði liðinu til sigurs í hans stað. Grindavík vann 11 af 12 leikjum Íslandsmótsins í ár og er vel að sigrinum komið. Úrslit lokaumferðarinnar sem fram fór í Njarðvík í dag má finna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001574.htm[v-]hér[slod-]. Grindavíkurstúlkur vörðu Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra en þá urðu þær minniboltameistarar í sama árangi. Í "úrslitaleiknum" gegn Njarðvík skoraði Íris Sverrisdóttir mest fyrir Grindavík eða 18 en Alma Rut Garðarsdóttir var með 9 stig og fyrirliðinn Berglind Anna Magnúsdóttir gerði átta stig. Hjá Njarðvík varð Eyrún Elvarsdóttir stigahæst með 11 stig en Margrét Kara Sturludóttir gerði 6 stig. Íslandsmeistarar Grindavíkur og stig þeirra í úrslitaumferðinni: Ingey Arna Sigurðardóttir 14, Elínborg Ingvarsdóttir 20, Stella Steingrímsdóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Íris Sverrisdóttir 34, Anna Þórunn Guðmundsdóttir 4, Kristín Karlsdóttir 18, Sara Sigurðardóttir 3, Elka Mist Káradóttir 8, Alma Rut Garðarsdóttir 19 og Berglind Anna Magnúsdóttir, fyrirliði, 23.