17 mar. 2002Blikar urðu í dag Íslandsmeistarar í Minnibolta 11 ára drengja. Er þetta í fyrsta sinn frá því árið 1974 sem Breiðablik fagnar Íslandsmeistaratitli í yngri flokkum drengja eða í 28 ár. Mótið fór fram í Smáranum í Kópavogi. Tindastóll varð í öðru sæti, Haukar og ÍR-ingar í þriðja og fjórða sæti og Keflvíkingar í því fimmta. Mótið var mjög jafnt og spennandi og til marks um það enduðu fjórir leikir af 10 í mótinu með jafntefli.
Breiðablik Íslandsmeistari
17 mar. 2002Blikar urðu í dag Íslandsmeistarar í Minnibolta 11 ára drengja. Er þetta í fyrsta sinn frá því árið 1974 sem Breiðablik fagnar Íslandsmeistaratitli í yngri flokkum drengja eða í 28 ár. Mótið fór fram í Smáranum í Kópavogi. Tindastóll varð í öðru sæti, Haukar og ÍR-ingar í þriðja og fjórða sæti og Keflvíkingar í því fimmta. Mótið var mjög jafnt og spennandi og til marks um það enduðu fjórir leikir af 10 í mótinu með jafntefli.