14 mar. 2002Úrslitakeppni Epson-deildarinnar hefst í kvöld þegar Íslandsmeistarar Njarðvíkur taka á móti nýliðum Breiðabliks í Ljónagrifjunni í Njarðvík, KR mætir Hamri og Tindastóll tekur á móti Grindavík. Leikirnir hefjast kl. 20:00. Deildarmeistarar Keflavíkur fá síðan Hauka í heimsókn kl. 19:00 annað kvöld. En það eru fleiri úrslitakeppnir á dagskrá heldur en í Epson-deildinni. Á morgun hefst úrslitakeppnin í 1. deild karla og í 1. deild kvenna byrjar fjörið á þriðjudaginn kemur. Þá eru einnig framundan úrslitakeppnir í 2. deild karla. Baráttan um tvö laus sæti í 1. deild verður háð í Grafarvogi 22.-24. mars og úrslitakeppni B-liða (unglingaflokks) er á næstu grösum. Átta-liða úrslit þeirrar keppni verða leikin 21.-24. mars. nk. Þá er ógetið úrslitakeppni C-liða í 2. deild en þar eru ekki komnar dagsetningar á leikina. Hér til hægri getur þú skoðað dagskrá og úrslit leikja í úrslitakeppnunum. Þú smellir á þá deild sem þú vilt skoða.
Úrslitakeppnin hefst í kvöld
14 mar. 2002Úrslitakeppni Epson-deildarinnar hefst í kvöld þegar Íslandsmeistarar Njarðvíkur taka á móti nýliðum Breiðabliks í Ljónagrifjunni í Njarðvík, KR mætir Hamri og Tindastóll tekur á móti Grindavík. Leikirnir hefjast kl. 20:00. Deildarmeistarar Keflavíkur fá síðan Hauka í heimsókn kl. 19:00 annað kvöld. En það eru fleiri úrslitakeppnir á dagskrá heldur en í Epson-deildinni. Á morgun hefst úrslitakeppnin í 1. deild karla og í 1. deild kvenna byrjar fjörið á þriðjudaginn kemur. Þá eru einnig framundan úrslitakeppnir í 2. deild karla. Baráttan um tvö laus sæti í 1. deild verður háð í Grafarvogi 22.-24. mars og úrslitakeppni B-liða (unglingaflokks) er á næstu grösum. Átta-liða úrslit þeirrar keppni verða leikin 21.-24. mars. nk. Þá er ógetið úrslitakeppni C-liða í 2. deild en þar eru ekki komnar dagsetningar á leikina. Hér til hægri getur þú skoðað dagskrá og úrslit leikja í úrslitakeppnunum. Þú smellir á þá deild sem þú vilt skoða.