9 mar. 2002Haukar urðu tvöfaldir bikarmeistarar í körfu í dag þegar fyrri dagur bikarúrslita yngri flokkanna fór fram á Ásvöllum. Haukar unnu 9. og 10. flokk kvenna en Njarðvík vann sigur í 10. flokki karla og KR vann unglingaflokk karla. Það eru 19 ár síðan Haukar unnu bikarinn í kvennaflokki hjá yngri flokkunum og stelpurnar í Haukum bættu heldur betur fyrir þá bið með því að verða tvisvar bikarmeistarar á þremur klukkutímum og það á sínum heimavelli. Helena Sverrisdóttir leiddi bæði lið Hauka til sigurs en hún var valin maður leiksins í báðum úrslitaleikjunum. Helena skoraði 25 stig, tók 21 frákast og gaf 7 stoðsendingar í [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001493/14930301.htm[v-]53-27[slod-] sigri Hauka á Njarðvík í 9. flokki og svo náði hún þrefaldri tvennu í [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001492/14920401.htm[v-]67-36[slod-] sigri Hauka á b-liði Keflavíkur í 10. flokki en Helena skoraði 32 stig í þeim leik, tók 14 fráköst, stal 10 boltum og gaf 7 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var valinn maður leiksins þegar Njarðvíkingar unnu [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001489/14890401.htm[v-]66-56[slod-] sigur á ÍR en þetta var annað árið í röð sem þessi lið mætast í þessum árgangi en Njarðvíkingar unnu einnig í fyrra, þá [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001287/12870401.htm[v-]53-51[slod-]. Jóhann skoraði 29 stig, tók 13 fráköst, gaf 5 stoðsendingar, varði 5 skot og stal 5 boltum í úrslitaleiknum en þetta var fyrsti bikarsigur Njarðvíkur í þessum flokki í tíu ár. KR-ingar unnu að lokum unglingaflokk karla eftir [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001486/14860401.htm[v-]86-69[slod-] sigur á Stjörnunni í úrslitaleik og það þrátt fyrir að Jóni Arnóri Stefánssyni hafi verið vikið út úr húsi í fyrri hálfleik. Hjalti Kristinsson, leikmaður unglingaflokks KR var valinn maður leiksins en hann skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og hitti úr öllum 8 vítum sínum í leiknum. Það má finna allt um sögu bikarúrslitanna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=63[v-]hér[slod-] en úrslit dagsins hafa þar verið uppfærð en seinni dagurinn fer fram á Ásvöllum á morgun og þá ráðast úrslitin í 9.flokki karla, 11. flokki karla, Drengjaflokki og Unglingaflokki kvenna.
Haukar urðu tvöfaldir bikarmeistarar í dag
9 mar. 2002Haukar urðu tvöfaldir bikarmeistarar í körfu í dag þegar fyrri dagur bikarúrslita yngri flokkanna fór fram á Ásvöllum. Haukar unnu 9. og 10. flokk kvenna en Njarðvík vann sigur í 10. flokki karla og KR vann unglingaflokk karla. Það eru 19 ár síðan Haukar unnu bikarinn í kvennaflokki hjá yngri flokkunum og stelpurnar í Haukum bættu heldur betur fyrir þá bið með því að verða tvisvar bikarmeistarar á þremur klukkutímum og það á sínum heimavelli. Helena Sverrisdóttir leiddi bæði lið Hauka til sigurs en hún var valin maður leiksins í báðum úrslitaleikjunum. Helena skoraði 25 stig, tók 21 frákast og gaf 7 stoðsendingar í [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001493/14930301.htm[v-]53-27[slod-] sigri Hauka á Njarðvík í 9. flokki og svo náði hún þrefaldri tvennu í [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001492/14920401.htm[v-]67-36[slod-] sigri Hauka á b-liði Keflavíkur í 10. flokki en Helena skoraði 32 stig í þeim leik, tók 14 fráköst, stal 10 boltum og gaf 7 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var valinn maður leiksins þegar Njarðvíkingar unnu [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001489/14890401.htm[v-]66-56[slod-] sigur á ÍR en þetta var annað árið í röð sem þessi lið mætast í þessum árgangi en Njarðvíkingar unnu einnig í fyrra, þá [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001287/12870401.htm[v-]53-51[slod-]. Jóhann skoraði 29 stig, tók 13 fráköst, gaf 5 stoðsendingar, varði 5 skot og stal 5 boltum í úrslitaleiknum en þetta var fyrsti bikarsigur Njarðvíkur í þessum flokki í tíu ár. KR-ingar unnu að lokum unglingaflokk karla eftir [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001486/14860401.htm[v-]86-69[slod-] sigur á Stjörnunni í úrslitaleik og það þrátt fyrir að Jóni Arnóri Stefánssyni hafi verið vikið út úr húsi í fyrri hálfleik. Hjalti Kristinsson, leikmaður unglingaflokks KR var valinn maður leiksins en hann skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og hitti úr öllum 8 vítum sínum í leiknum. Það má finna allt um sögu bikarúrslitanna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=63[v-]hér[slod-] en úrslit dagsins hafa þar verið uppfærð en seinni dagurinn fer fram á Ásvöllum á morgun og þá ráðast úrslitin í 9.flokki karla, 11. flokki karla, Drengjaflokki og Unglingaflokki kvenna.