28 feb. 2002Heil umferð er í Epson-deildinni í kvöld og hæst ber stórleikur KR og Keflavíkur í KR-húsinu. Með sigri í leiknum geta Keflavíkingar tryggt sér deildarmeistaratitilinn, þótt tvær umferðir verði eftir af deildinni. Keflvík er efst í deildinni fyrir leikina í kvöld, með 32 stig, KR er í örðu sæti með 30 stig og UMFN er í þriðja sæti með 28 stig. Þar sem Keflavík hefur yfir í innbyrðisviðureignum sínum við KR og UMFN myndi sigur gegn KR í kvöld tryggja þeim deildarmeistaratitilinn 2002. Aðrir leikir kvöldsins eru Skallagrímur - Hamar, Stjarnan - Breiðablik, UMFG - ÍR, Haukar - Tindastóll og Þór Ak. - UMFN. Allir leikirnir hefjast kl. 20 nema leikur Þórs og UMFN sem hefst kl. 20:30.
Keflvíkingar geta orðið deildarmeistarar í kvöld
28 feb. 2002Heil umferð er í Epson-deildinni í kvöld og hæst ber stórleikur KR og Keflavíkur í KR-húsinu. Með sigri í leiknum geta Keflavíkingar tryggt sér deildarmeistaratitilinn, þótt tvær umferðir verði eftir af deildinni. Keflvík er efst í deildinni fyrir leikina í kvöld, með 32 stig, KR er í örðu sæti með 30 stig og UMFN er í þriðja sæti með 28 stig. Þar sem Keflavík hefur yfir í innbyrðisviðureignum sínum við KR og UMFN myndi sigur gegn KR í kvöld tryggja þeim deildarmeistaratitilinn 2002. Aðrir leikir kvöldsins eru Skallagrímur - Hamar, Stjarnan - Breiðablik, UMFG - ÍR, Haukar - Tindastóll og Þór Ak. - UMFN. Allir leikirnir hefjast kl. 20 nema leikur Þórs og UMFN sem hefst kl. 20:30.