28 feb. 2002KR-ingar komu í veg fyrir að Keflavík hampaði deildarmeistaratitlinum í Epsondeildinni í kvöld með því að vinna Keflavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001380/13802002.htm [v-]76-64[slod-], á heimavelli sínum í Frostaskjóli. Leikurinn var sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildarinnar skoraði annað liðanna ekki stig í heilum leikhluta. KR-ingar leiddu 34-16 eftir fyrsta leikhlutann en Keith Vassell skoraði þá sjöttu þriggja stiga körfu liðsins með skoti rétt innan miðju, um leið og flautan gall. Keflavík skoraði hinsvegar öll 13 stig annars leikhluta og munurinn var aðeins fimm stig í lok hans, 34-29. KR-ingar klikkuðu á öllum 16 skotum sínum í fjórðungnum og töpuðu að auki sjö boltum. Alls héldu Keflvíkingar körfunni hreinni í 10 mínútur og 43 sekúndur, allt þar til Vassell skoraði úr einu víti og KR-ingar skoruðu ekki körfu utan af velli í 15 mínútur og 34 sekúndur og misnotuðu 23 skot í röð. Þegar Keith Vassell braut ísinn náði hann sóknarfrákasti og minnkaði muninn í 38-41 með körfu og víti að auki en Keflavíkurliðið hafði þá gert 25 stig gegn aðeins einu frá KR á 15 mínútum og 34 sekúndum. KR-ingar náðu sér aftur á strik og unnu að lokum leikinn 76-64 sem gerir þennan furðulega leikhluta enn sögulegri. Stig og skotnýting KR-inga eftir leikhlutum í leiknum; 1. leikhluti 34 stig, 22/13 59% - 9/6 í 3ja 2. leikhluti 0 stig, 16/0 0% - 8/0 í 3ja 3. leikhluti 16 stig, 13/5 38% - 5/2 í 3ja 4. leikhluti 26 stig, 13/8 62% - 5/4 í 3ja
KR-ingar skoruðu ekki stig í heilum leikhluta en unnu samt
28 feb. 2002KR-ingar komu í veg fyrir að Keflavík hampaði deildarmeistaratitlinum í Epsondeildinni í kvöld með því að vinna Keflavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001380/13802002.htm [v-]76-64[slod-], á heimavelli sínum í Frostaskjóli. Leikurinn var sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildarinnar skoraði annað liðanna ekki stig í heilum leikhluta. KR-ingar leiddu 34-16 eftir fyrsta leikhlutann en Keith Vassell skoraði þá sjöttu þriggja stiga körfu liðsins með skoti rétt innan miðju, um leið og flautan gall. Keflavík skoraði hinsvegar öll 13 stig annars leikhluta og munurinn var aðeins fimm stig í lok hans, 34-29. KR-ingar klikkuðu á öllum 16 skotum sínum í fjórðungnum og töpuðu að auki sjö boltum. Alls héldu Keflvíkingar körfunni hreinni í 10 mínútur og 43 sekúndur, allt þar til Vassell skoraði úr einu víti og KR-ingar skoruðu ekki körfu utan af velli í 15 mínútur og 34 sekúndur og misnotuðu 23 skot í röð. Þegar Keith Vassell braut ísinn náði hann sóknarfrákasti og minnkaði muninn í 38-41 með körfu og víti að auki en Keflavíkurliðið hafði þá gert 25 stig gegn aðeins einu frá KR á 15 mínútum og 34 sekúndum. KR-ingar náðu sér aftur á strik og unnu að lokum leikinn 76-64 sem gerir þennan furðulega leikhluta enn sögulegri. Stig og skotnýting KR-inga eftir leikhlutum í leiknum; 1. leikhluti 34 stig, 22/13 59% - 9/6 í 3ja 2. leikhluti 0 stig, 16/0 0% - 8/0 í 3ja 3. leikhluti 16 stig, 13/5 38% - 5/2 í 3ja 4. leikhluti 26 stig, 13/8 62% - 5/4 í 3ja