29 jan. 2002Körfuknattleikssamband Íslands er 41 árs í dag 29. janúar 2002. Í bókinni Leikni framar líkamsburðum sem fjallar um sögu körfuknattleiks á Íslandi í hálfa öld og KKÍ gaf út í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins, kemur fram að "stofnfundur Körfuknattleikssambands Íslands var haldinn sunnudaginn 29. janúar að Grundarstíg 2 A í Reykjavík. Stofnaðilar og fulltrúar þeirra á fundinum voru Körfuknattleiksráð Reykjavíkur (Þór Hagalín, Ingi Þorsteinsson, Ásgeir Guðmundsson), Íþróttabandalag Suðurnesja (Bogi Þorsteinsson, Ingi Gunnarsson) Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (Hjördís Guðbjörnnsdóttir, Eiríkur Skarphéðinsson), Íþróttabandalag Keflavíkur (Hafsteinnn Guðmundsson), Íþróttabandalag Akureyrar (Birgir Hermannsson, Vignir Einarsson) og Íþróttabandalag Vestmannaeyja (Hrafn G. Johnsen, Daníel Kjartansson). "Það kostaði mikla baráttu að fá að stofna sérsamband, því sambandsráð ÍSÍ þurfti að samþykkja þetta og sum samböndin sem fyrir voru, til dæmis Handboltasambandið, beittu sér því miður alveg sérstaklega gegn því að Körfuknattleikssambandið yrði stofnað. Þar voru menn strax hræddir við samkeppnina" sagði Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ í viðtali við Björn Leósson sem birt er í bókinni Leikni framar líkamsburðum. Í þeirri bók má lesa mikinn fróðleik um stofnun KKÍ sem og allt annað sem tengist körfuknattleik á Íslandi.
Afmæli KKÍ
29 jan. 2002Körfuknattleikssamband Íslands er 41 árs í dag 29. janúar 2002. Í bókinni Leikni framar líkamsburðum sem fjallar um sögu körfuknattleiks á Íslandi í hálfa öld og KKÍ gaf út í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins, kemur fram að "stofnfundur Körfuknattleikssambands Íslands var haldinn sunnudaginn 29. janúar að Grundarstíg 2 A í Reykjavík. Stofnaðilar og fulltrúar þeirra á fundinum voru Körfuknattleiksráð Reykjavíkur (Þór Hagalín, Ingi Þorsteinsson, Ásgeir Guðmundsson), Íþróttabandalag Suðurnesja (Bogi Þorsteinsson, Ingi Gunnarsson) Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (Hjördís Guðbjörnnsdóttir, Eiríkur Skarphéðinsson), Íþróttabandalag Keflavíkur (Hafsteinnn Guðmundsson), Íþróttabandalag Akureyrar (Birgir Hermannsson, Vignir Einarsson) og Íþróttabandalag Vestmannaeyja (Hrafn G. Johnsen, Daníel Kjartansson). "Það kostaði mikla baráttu að fá að stofna sérsamband, því sambandsráð ÍSÍ þurfti að samþykkja þetta og sum samböndin sem fyrir voru, til dæmis Handboltasambandið, beittu sér því miður alveg sérstaklega gegn því að Körfuknattleikssambandið yrði stofnað. Þar voru menn strax hræddir við samkeppnina" sagði Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ í viðtali við Björn Leósson sem birt er í bókinni Leikni framar líkamsburðum. Í þeirri bók má lesa mikinn fróðleik um stofnun KKÍ sem og allt annað sem tengist körfuknattleik á Íslandi.