25 jan. 2002Enn berast gleðifréttir frá FIBA, Leifur S. Garðarsson var að fá 2 leiki til viðbótar og eru það 11. og 12. leikurinn á Evrópumótunum í vetur. Nú er ferðinni heitið til Ítalíu til að dæma 2 leiki, annan í Saporta Cup - Evrópukeppni bikarhafa og hinn í EuroLeauge kvenna - Meistaradeild kvenna. Þriðjudaginn 5. febrúar verður Leifur í Siena þar sem hann dæmir leik Montepaschi Siena og Sarthe Basket frá Frakklandi í Evrópukeppni bikarhafa. Ítalska liðið er á toppnum í þessum riðli en Frakkarnir eru í baráttu um að komast áfram, eru í 4. sæti sem stendur. Daginn eftir dæmir hann svo leik tveggja efstu liðanna í B riðli Meistaradeildar kvenna. Það er leikur Lavezzini Basket Parma og USV Olympic Valenciennes frá Frakklandi.
Leifur fær fleiri tilnefningar frá FIBA
25 jan. 2002Enn berast gleðifréttir frá FIBA, Leifur S. Garðarsson var að fá 2 leiki til viðbótar og eru það 11. og 12. leikurinn á Evrópumótunum í vetur. Nú er ferðinni heitið til Ítalíu til að dæma 2 leiki, annan í Saporta Cup - Evrópukeppni bikarhafa og hinn í EuroLeauge kvenna - Meistaradeild kvenna. Þriðjudaginn 5. febrúar verður Leifur í Siena þar sem hann dæmir leik Montepaschi Siena og Sarthe Basket frá Frakklandi í Evrópukeppni bikarhafa. Ítalska liðið er á toppnum í þessum riðli en Frakkarnir eru í baráttu um að komast áfram, eru í 4. sæti sem stendur. Daginn eftir dæmir hann svo leik tveggja efstu liðanna í B riðli Meistaradeildar kvenna. Það er leikur Lavezzini Basket Parma og USV Olympic Valenciennes frá Frakklandi.