12 jan. 2002Doritos-lið erlendra leikmanna bar sigurorð af Essó-liði innlendra leikmanna, 113-105 í Stjörnuleik KKÍ að Ásvöllum í dag. Þeir erlendu höfðu lengst af yfir í leiknum en leikhlutatölur voru 28-20, 59-56 og 89-83. Damon Johnson Keflavík, var valinn besti leikmaður stjörnuleiksins. Í þriggja stiga keppni sem haldin var í hálfleik sigraði Brenton Birmingham UMFN en hann hlaut 13 stig af 20 mögulegum. Jafnir í öðru sæti urðu þeir Helgi Jónas Guðfinnsson UMFG og Jón Arnór Stefánsson KR með 12 stig og Herbert Arnarson KR varð í þriðja sæti með 11 stig. Í troðkeppni sigraði Cedric Holmes ÍR eftir keppni við Damon Johnson Keflavík og Valdimar Helgason KR.
Damon Johnson maður stjörnuleiksins
12 jan. 2002Doritos-lið erlendra leikmanna bar sigurorð af Essó-liði innlendra leikmanna, 113-105 í Stjörnuleik KKÍ að Ásvöllum í dag. Þeir erlendu höfðu lengst af yfir í leiknum en leikhlutatölur voru 28-20, 59-56 og 89-83. Damon Johnson Keflavík, var valinn besti leikmaður stjörnuleiksins. Í þriggja stiga keppni sem haldin var í hálfleik sigraði Brenton Birmingham UMFN en hann hlaut 13 stig af 20 mögulegum. Jafnir í öðru sæti urðu þeir Helgi Jónas Guðfinnsson UMFG og Jón Arnór Stefánsson KR með 12 stig og Herbert Arnarson KR varð í þriðja sæti með 11 stig. Í troðkeppni sigraði Cedric Holmes ÍR eftir keppni við Damon Johnson Keflavík og Valdimar Helgason KR.