23 nóv. 2001Leikið verður til undanúrslita í Kjörísbikarkeppninni í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Kl. 18:30 mætast KR og UMFN og kl. 20:30 mætast Keflavík og Þór Ak. Þessi keppni fer nú fram í 6. sinn. Fyrstu 3 árin báru Keflvíkingar sigur úr býtum og síðan hafa Tindastólsmenn og Grindvíkingar hampað bikarnum. Njarðvíkingar hafa alltaf komist í undanúrslit keppninnar en aldrei alla leið í úrslit. Þórsarar taka nú þátt í undanúrslitunum í fyrsta sinn, en Keflavíkingar og Grindvíkingar hafa alltaf utan einu sinni verið meðal hinna fjögurra fræknu, en svo nefnast þau fjögur lið sem komast í undanúrslit þessarar keppni. Úrslitaleikurinn verður síðan á morgun kl. 16:00 og verður hann sýndur beint á Sýn.
Hin fjögur fræknu mætast í kvöld
23 nóv. 2001Leikið verður til undanúrslita í Kjörísbikarkeppninni í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Kl. 18:30 mætast KR og UMFN og kl. 20:30 mætast Keflavík og Þór Ak. Þessi keppni fer nú fram í 6. sinn. Fyrstu 3 árin báru Keflvíkingar sigur úr býtum og síðan hafa Tindastólsmenn og Grindvíkingar hampað bikarnum. Njarðvíkingar hafa alltaf komist í undanúrslit keppninnar en aldrei alla leið í úrslit. Þórsarar taka nú þátt í undanúrslitunum í fyrsta sinn, en Keflavíkingar og Grindvíkingar hafa alltaf utan einu sinni verið meðal hinna fjögurra fræknu, en svo nefnast þau fjögur lið sem komast í undanúrslit þessarar keppni. Úrslitaleikurinn verður síðan á morgun kl. 16:00 og verður hann sýndur beint á Sýn.