16 nóv. 2001Hart var barist í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ & Doritos í gær og tvö úrvalsdeildarlið féllu úr keppni. Njarðvík sigraði Grindavík í stórleik 32-liða úrslitanna 79-77 á heimavelli og Þór Ak. lagði Skallagrím fyrir norðan 114-93. Önnur úrslit í gær voru þau að KR vann Hött fyrir austan með miklum mun (57-118), Haukar unnu ÍV (118-61) og Stjarnan lagði Snæfell fyrir vestan (85-68). Fyrr í vikunni höfðu ÍS, Selfoss, Fjölnir, ÍA, Keflavík, Þór Þorl. og Tindastóll tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Í kvöld er stórleikur í Smáranum þar sem Breiðablik tekur á móti bikarmeisturum ÍR. Þá tekur HK á móti Val, ÍFL á móti Reyni S. og 32-liða úrslitunum líkur með leik KFÍ og Hamars á Ísafriði á þriðjudaginn, en þessum leik var frestað í fyrradag.
Njarðvík naumlega áfram í bikarnum
16 nóv. 2001Hart var barist í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ & Doritos í gær og tvö úrvalsdeildarlið féllu úr keppni. Njarðvík sigraði Grindavík í stórleik 32-liða úrslitanna 79-77 á heimavelli og Þór Ak. lagði Skallagrím fyrir norðan 114-93. Önnur úrslit í gær voru þau að KR vann Hött fyrir austan með miklum mun (57-118), Haukar unnu ÍV (118-61) og Stjarnan lagði Snæfell fyrir vestan (85-68). Fyrr í vikunni höfðu ÍS, Selfoss, Fjölnir, ÍA, Keflavík, Þór Þorl. og Tindastóll tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Í kvöld er stórleikur í Smáranum þar sem Breiðablik tekur á móti bikarmeisturum ÍR. Þá tekur HK á móti Val, ÍFL á móti Reyni S. og 32-liða úrslitunum líkur með leik KFÍ og Hamars á Ísafriði á þriðjudaginn, en þessum leik var frestað í fyrradag.