1 nóv. 2001Leik Þórs Ak. og Tindastóls í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins sem vera átti á Akureyri í kvöld hefur verið frestað. Dómarar komust ekki norður vegna þess að allt flug til Akureyrar hefur legið niðri eftir hádegi í dag. Nýr leiktími hefur verið ákveðinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20:30. En tveir leikir eru á dagskrá Kjörísbikarkeppninnar í kvöld. Haukar taka á móti KR á Ásvöllum kl. 20 og á sama tíma mætast ÍR og UMFN í Seljaskóla.
Leik Þórs og Tindastóls frestað
1 nóv. 2001Leik Þórs Ak. og Tindastóls í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins sem vera átti á Akureyri í kvöld hefur verið frestað. Dómarar komust ekki norður vegna þess að allt flug til Akureyrar hefur legið niðri eftir hádegi í dag. Nýr leiktími hefur verið ákveðinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20:30. En tveir leikir eru á dagskrá Kjörísbikarkeppninnar í kvöld. Haukar taka á móti KR á Ásvöllum kl. 20 og á sama tíma mætast ÍR og UMFN í Seljaskóla.