31 okt. 2001Dregið verður í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ & Doritos í dag kl. 16:00 í sal ÍSÍ í Laugardal. Alls taka 34 félög þátt í bikarkeppninni í karlaflokki að þessu sinni. Fyrst verður því að draga fjögur félög í forkeppni að 32-liða úrslitunum. Í bikarkeppni kvenna taka þátt 10 félög að þessu sinni og verður dregið hjá stúlkunum um leið og dregið verður í 16-liða úrslit karla. Í pottinum þegar dregið verður í forkeppni að 32-liða úrslitum verða þau félög sem leika í 2. deild auk b-liða KR og Keflavíkur. Leikirnir í forkeppninni verða leiknir í næstu viku, en leikir í 32-liða úrslitunum verða leiknir 14.-16. nóvember.
Dregið í bikarkeppninni kl. 16 í dag
31 okt. 2001Dregið verður í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ & Doritos í dag kl. 16:00 í sal ÍSÍ í Laugardal. Alls taka 34 félög þátt í bikarkeppninni í karlaflokki að þessu sinni. Fyrst verður því að draga fjögur félög í forkeppni að 32-liða úrslitunum. Í bikarkeppni kvenna taka þátt 10 félög að þessu sinni og verður dregið hjá stúlkunum um leið og dregið verður í 16-liða úrslit karla. Í pottinum þegar dregið verður í forkeppni að 32-liða úrslitum verða þau félög sem leika í 2. deild auk b-liða KR og Keflavíkur. Leikirnir í forkeppninni verða leiknir í næstu viku, en leikir í 32-liða úrslitunum verða leiknir 14.-16. nóvember.