11 okt. 2001Úrvalsdeildin hefst í kvöld með fimm leikjum. Haukar mæta Grindvíkingum, KR mætir ÍR, Þórsarar fá Stjörnuna í heimsókn, Skallagrímsmenn taka á móti Njarðvíkingum og Keflvíkingar heimsækja Hamarsmenn í Hveragerði. Á morgun taka nýliðar Breiðabliks á móti Tindastóli í Smáranum. Búast má við spennandi leikjum og ljóst er að hart verður barist á öllum vígstöðvum. Mikill áhugi virðist vera á leikjunum og víst er að margir eru orðnir óþreyjufullir eftir að Íslandsmótið hefjist, en það hefst nú tveim vikum síðar en undanfarin ár. Íslandsmótið verður formlega sett á Ásvöllum fyrir leik Hauka og Grindvíkinga og mun Ólafur Rafnsson formaður KKÍ gera það. Enn fremur hafa liðin ákveðið að eftir kynningu á liðunum verði einnar mínútu þögn til minningar um Berg Eðvarðsson sem lést nú í sumar. Bergur var frá Grindavík og lék með Grindvíkingum mest allan sinn körfuknattleiksferil. Hann lék einnig með Haukum og varð m.a. bikarmeistari með Haukum árið 1996. Nánar er hægt að skoða dagskrá Íslandsmótsins næstu daga undir [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/naestu.htm[v-]næstu leikir[slod-].
Úrvalsdeildin hefst í kvöld
11 okt. 2001Úrvalsdeildin hefst í kvöld með fimm leikjum. Haukar mæta Grindvíkingum, KR mætir ÍR, Þórsarar fá Stjörnuna í heimsókn, Skallagrímsmenn taka á móti Njarðvíkingum og Keflvíkingar heimsækja Hamarsmenn í Hveragerði. Á morgun taka nýliðar Breiðabliks á móti Tindastóli í Smáranum. Búast má við spennandi leikjum og ljóst er að hart verður barist á öllum vígstöðvum. Mikill áhugi virðist vera á leikjunum og víst er að margir eru orðnir óþreyjufullir eftir að Íslandsmótið hefjist, en það hefst nú tveim vikum síðar en undanfarin ár. Íslandsmótið verður formlega sett á Ásvöllum fyrir leik Hauka og Grindvíkinga og mun Ólafur Rafnsson formaður KKÍ gera það. Enn fremur hafa liðin ákveðið að eftir kynningu á liðunum verði einnar mínútu þögn til minningar um Berg Eðvarðsson sem lést nú í sumar. Bergur var frá Grindavík og lék með Grindvíkingum mest allan sinn körfuknattleiksferil. Hann lék einnig með Haukum og varð m.a. bikarmeistari með Haukum árið 1996. Nánar er hægt að skoða dagskrá Íslandsmótsins næstu daga undir [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/naestu.htm[v-]næstu leikir[slod-].