8 okt. 2001Það var heldur dræm mætingin á fund sem KKÍ boðaði í kvöld til að kynna helstu áherslur í dómgæslunni í vetur. Aðeins einn þjálfari, Reynir Kristjánsson, mætti á þennan fund þar sem Leifur S. Garðarsson formaður dómaranefndar fór yfir helstu atriði reglanna og túlkanir FIBA á þeim. Öllum félögum sem iðka körfuknattleik á Íslandi var boðið að koma auk forráðamanna en eins og fyrr segir mætti Reynir einn. Í leikreglunum má finna ýmis atriði sem gott er að vita þegar út í leikinn er komið og geta nýst á ögurstundu og má því reikna með að Haukar verði við öllu búnir í vetur.
Lítill áhugi á leikreglunum
8 okt. 2001Það var heldur dræm mætingin á fund sem KKÍ boðaði í kvöld til að kynna helstu áherslur í dómgæslunni í vetur. Aðeins einn þjálfari, Reynir Kristjánsson, mætti á þennan fund þar sem Leifur S. Garðarsson formaður dómaranefndar fór yfir helstu atriði reglanna og túlkanir FIBA á þeim. Öllum félögum sem iðka körfuknattleik á Íslandi var boðið að koma auk forráðamanna en eins og fyrr segir mætti Reynir einn. Í leikreglunum má finna ýmis atriði sem gott er að vita þegar út í leikinn er komið og geta nýst á ögurstundu og má því reikna með að Haukar verði við öllu búnir í vetur.