3 okt. 2001Keppnistímabilið nálgast og um næstu helgi verða fyrstu opinberu leikirnir á vegum KKÍ, er leikið verður um titilinn meistari meistaranna. Að venju eru það Íslands og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils sem eigast við. Að þessu sinni verða leikirnir í Njarðvík á sunnudaginn. Kl. 18:00 mætast KR og Keflavík í meistarakeppni kvenna og kl. 20:00 leika UMFN og ÍR í karlaflokki. Að venju eru leikirnir ágóðaleikir fyrir Barnaheill og að þessu sinni eru það PKU, Samtök foreldra barna með efnaskiptasjúkdóma sem njóta góðs af ágóða af leikjunum. Á morgun kl. 14:00 verður blaðamannafundur í húsakynnum ÍSÍ til kynningar á meistarakeppninni.
Meistarar meistaranna um næstu helgi
3 okt. 2001Keppnistímabilið nálgast og um næstu helgi verða fyrstu opinberu leikirnir á vegum KKÍ, er leikið verður um titilinn meistari meistaranna. Að venju eru það Íslands og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils sem eigast við. Að þessu sinni verða leikirnir í Njarðvík á sunnudaginn. Kl. 18:00 mætast KR og Keflavík í meistarakeppni kvenna og kl. 20:00 leika UMFN og ÍR í karlaflokki. Að venju eru leikirnir ágóðaleikir fyrir Barnaheill og að þessu sinni eru það PKU, Samtök foreldra barna með efnaskiptasjúkdóma sem njóta góðs af ágóða af leikjunum. Á morgun kl. 14:00 verður blaðamannafundur í húsakynnum ÍSÍ til kynningar á meistarakeppninni.