26 sep. 2001Snjallasti körfuknattleiksmaður heims, Michael Jordan, hefur ákveðið að taka fram skóna og leika á ný í NBA-deildinni. Jordan tilkynnti þetta í gær og jafnframt að leikmannalaun hans hjá Washington Wizards í vetur rynnu óskipt til þeirra sem misst hafa fyrirvinnuna í hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin. Jordan sagði að hann snéri aftur á völlinn vegna þess að hann elskaði körfubolta og saknaði þess að vera ekki í eldlínunni. Hann sagði jafnframt að besta leiðin til að kenna ungum leikmönnum væri að segja þeim til inni á vellinum og það hyggðist hann gera hjá Washington-liðinu. Þá sagði hann af sér sem forseti körfuknattleikssviðs Wizards og tilkynnti að hann myndi ekki veita nein viðtöl fyrir opnum æfingabúða Wizards þann 1. október nk. í virðingarskini við fórnarlömb hryðjuverkanna. Í nýjasta [v+]skjol/NBA News September 25 2001.pdf[v-]fréttabréfi NBA[slod-] er nánar sagt frá endurkomu Jordans, aðstoð NBA-liðanna við hjálparstarfið og margt fleira. [v+]http://www.nba.com/wizards/?nav=ArticleList[v-]Heimasíða Washington Wizards[slod-] [v+]http://www.nba.com/playerfile/michael_jordan/index.html?nav=page[v-]Leikmannasíða Michael Jordan[slod-] [v+]http://www.nba.com/features/jordan_return_index.html?nav=ArticleList[v-]Michael Jordan á nba.com[slod-]
Michael Jordan tekur fram skóna
26 sep. 2001Snjallasti körfuknattleiksmaður heims, Michael Jordan, hefur ákveðið að taka fram skóna og leika á ný í NBA-deildinni. Jordan tilkynnti þetta í gær og jafnframt að leikmannalaun hans hjá Washington Wizards í vetur rynnu óskipt til þeirra sem misst hafa fyrirvinnuna í hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin. Jordan sagði að hann snéri aftur á völlinn vegna þess að hann elskaði körfubolta og saknaði þess að vera ekki í eldlínunni. Hann sagði jafnframt að besta leiðin til að kenna ungum leikmönnum væri að segja þeim til inni á vellinum og það hyggðist hann gera hjá Washington-liðinu. Þá sagði hann af sér sem forseti körfuknattleikssviðs Wizards og tilkynnti að hann myndi ekki veita nein viðtöl fyrir opnum æfingabúða Wizards þann 1. október nk. í virðingarskini við fórnarlömb hryðjuverkanna. Í nýjasta [v+]skjol/NBA News September 25 2001.pdf[v-]fréttabréfi NBA[slod-] er nánar sagt frá endurkomu Jordans, aðstoð NBA-liðanna við hjálparstarfið og margt fleira. [v+]http://www.nba.com/wizards/?nav=ArticleList[v-]Heimasíða Washington Wizards[slod-] [v+]http://www.nba.com/playerfile/michael_jordan/index.html?nav=page[v-]Leikmannasíða Michael Jordan[slod-] [v+]http://www.nba.com/features/jordan_return_index.html?nav=ArticleList[v-]Michael Jordan á nba.com[slod-]