25 sep. 2001Í nótt var framið innbrot í Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þjófarnir brutust inn bakdyramegin og brutu sér þaðan leið inn á skrifstofur LÍA og GSÍ þaðan sem þeir stálu m.a. fartölvu. Þjófarnir hafa einnig farið upp á 4. hæð nýbyggingarinnar, inn á skrifstofu SKÍ þaðan sem fartölva var tekin. Ekki var brotist inn á skrifstofur KKÍ sem eru á hæðinni fyrir neðan SKÍ. Þjófarnir eru ófundnir. Þess má geta að fyrir nokkrum árum var skrifstofa KKÍ á sama stað í Íþróttamiðstöðinni og skrifstofur GSÍ eru nú til húsa. Þegar þjófarnir ætluðu að brjóta sér leið inn á skrifstofur tölvufyrirtækisins Anza sem er með aðsetur í Íþróttamiðstöðinni, fór viðvörunarkerfi fyrirtækisins í gang og flúðu þjófarnir þá af vettvangi. Töluverðar skemmdir voru unnar á dyraumbúnaði og innanstokksmunum viðkomandi sérsambanda auk þess sem það er tilfinnanlegt tjón að tapa fartölvum með öllum þeim gögnum sem í þeim eru. Þjófarnir hafa ekki haft neina peninga upp úr krafsinu, enda er það eins og að fara í geitarhús til að leita ullar eins og að reikna með að finna peninga á lausu hjá íþróttahreyfingunni.
Innbrot í Íþróttamiðstöðina
25 sep. 2001Í nótt var framið innbrot í Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þjófarnir brutust inn bakdyramegin og brutu sér þaðan leið inn á skrifstofur LÍA og GSÍ þaðan sem þeir stálu m.a. fartölvu. Þjófarnir hafa einnig farið upp á 4. hæð nýbyggingarinnar, inn á skrifstofu SKÍ þaðan sem fartölva var tekin. Ekki var brotist inn á skrifstofur KKÍ sem eru á hæðinni fyrir neðan SKÍ. Þjófarnir eru ófundnir. Þess má geta að fyrir nokkrum árum var skrifstofa KKÍ á sama stað í Íþróttamiðstöðinni og skrifstofur GSÍ eru nú til húsa. Þegar þjófarnir ætluðu að brjóta sér leið inn á skrifstofur tölvufyrirtækisins Anza sem er með aðsetur í Íþróttamiðstöðinni, fór viðvörunarkerfi fyrirtækisins í gang og flúðu þjófarnir þá af vettvangi. Töluverðar skemmdir voru unnar á dyraumbúnaði og innanstokksmunum viðkomandi sérsambanda auk þess sem það er tilfinnanlegt tjón að tapa fartölvum með öllum þeim gögnum sem í þeim eru. Þjófarnir hafa ekki haft neina peninga upp úr krafsinu, enda er það eins og að fara í geitarhús til að leita ullar eins og að reikna með að finna peninga á lausu hjá íþróttahreyfingunni.