7 sep. 2001Þrír leikmenn sem gerðu garðinn frægan í NBA-deildinni hér á árum áður eru væntanlegir til landsins um helgina. Þetta eru þeir [v+]http://www.hoophall.com/halloffamers/Gervin.htm[v-]George Gervin[slod-] (The Ice Man) San Antonio Spurs, [v+]http://www.hoophall.com/halloffamers/JonesS.htm[v-]Sam Jones[slod-] Boston Celtics og [v+]http://www.hoophall.com/halloffamers/BarryR.htm[v-]Rick Barry[slod-] Golden State Warriors. Þessir kappar munu meðal annars líta inn á Hraðmót Vals á sunnudaginn. Það eru Flugleiðir (Icelandair) sem standa að komu þessara kappa til landsins. Þeir munu meðal annars spila golf og fara á hestbak hjá Einari Bollasyni í Íshestum. Kapparnir koma til landsins á sunnudagsmorgun og munu síðar um daginn, nánar tiltekið kl. 15:00, mæta í Valsheimilið að Hlíðarenda og fylgjast með leik Grindavíkur og Tindastóls. Þessir snillingar voru allir í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Gervin var stigakóngur deildarinnar hvað eftir annað á níunda áratugnum og allir voru þeir ítrekað valdir í stjörnulið deildarinnar. Þeir Gervin, Jones og Barry voru allir í hópi 50 bestu leikmanna NBA-deildarinnar sem valdir voru árið 1997.
NBA-stjörnur til landsins um helgina
7 sep. 2001Þrír leikmenn sem gerðu garðinn frægan í NBA-deildinni hér á árum áður eru væntanlegir til landsins um helgina. Þetta eru þeir [v+]http://www.hoophall.com/halloffamers/Gervin.htm[v-]George Gervin[slod-] (The Ice Man) San Antonio Spurs, [v+]http://www.hoophall.com/halloffamers/JonesS.htm[v-]Sam Jones[slod-] Boston Celtics og [v+]http://www.hoophall.com/halloffamers/BarryR.htm[v-]Rick Barry[slod-] Golden State Warriors. Þessir kappar munu meðal annars líta inn á Hraðmót Vals á sunnudaginn. Það eru Flugleiðir (Icelandair) sem standa að komu þessara kappa til landsins. Þeir munu meðal annars spila golf og fara á hestbak hjá Einari Bollasyni í Íshestum. Kapparnir koma til landsins á sunnudagsmorgun og munu síðar um daginn, nánar tiltekið kl. 15:00, mæta í Valsheimilið að Hlíðarenda og fylgjast með leik Grindavíkur og Tindastóls. Þessir snillingar voru allir í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Gervin var stigakóngur deildarinnar hvað eftir annað á níunda áratugnum og allir voru þeir ítrekað valdir í stjörnulið deildarinnar. Þeir Gervin, Jones og Barry voru allir í hópi 50 bestu leikmanna NBA-deildarinnar sem valdir voru árið 1997.