31 ágú. 2001Ísland leikur síðata leik sinn í undankeppni Evrópumóts landsliða gegn Írlandi í NJarðvík á morgun, laugardag, kl. 16:30. Ljóst er að þetta írska lið er firnasterkt og í liðinu eru leikmenn sem eru að leika með toppliðum í Evrópu svo sem PAOK og Dafni Athens frá Grikklandi, Gran Canaries frá Spáni, Racing Paris frá Frakklandi og Overanse frá Portúgal. Írska liðið er annars skipað eftirtöldum loeikmönnum: 5. Billy Donlon 188 1977 North Carolina Wilmington USA 6. Adrian Fulton 180 1971 Thorn Killester Ireland 7. Damien Sealy 193 1971 Thorn Killester Ireland 8. Garreth Maguire 185 1970 Star of the Sea Ireland 9. Jay Larranaga 195 1975 Racing Paris Frakkland 10. Tim Kennedy 195 1977 Ovarense Portúgal 11. Mike Mitchell 201 1967 Avidos Giessen Þýskaland 12. Jim Moran 198 1978 Gran Canaries Spánn 14. Dan Callaghan 203 1970 PAOK Grikkland 15. Ken Cavanagh 206 1975 Dafni Athens Grikkland Þjálfari Bill Dooley Aðst. Gerry Fitzpatrick Þjóðirnar hafa mæst 16 sinnum áður í landsleik og hefur Ísland sigrað 12 sinnum en Írar 4 sinnum. Fyrst mættust þjóðirnar í Dublin 24. ágúst 1974 og hafði Ísland sigur með 96 stigum gegn 75. Landslið Íra kom til Íslands frá Finnlandi síðastliðinn sunnudag. Þeir léku við Finna sl. laugardag og unnu leikinn með 84 stigum gegn 81 og tryggðu sér þannig sæti í riðlakeppni EM í fyrsta sinn. Íslendingar og Finnar sitja eftir í riðlinum. Hafa Finnar nú aðeins náð að taka þátt í einni síðustu þremur riðlakeppnum. Staðan í riðlinum er eftirfarandi: Sviss 5 4 1 7 stig Írland 5 4 1 7 stig Finnland 5 2 3 6 stig Ísland 5 0 5 4 stig Leikirnir sem eftir eru eru Ísland – Írland og Sviss - Finnland á laugardaginn. Írar og Svisslendingar hafa þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni EM og er það í fyrsta sinn sem Írar ná því takmarki. Íslenski hópurinn er óbreyttur frá leiknum við Sviss á miðvikudag, en tíu manna liðið verður valið á æfingu í kvöld.
Írar mæta með reynslubolta
31 ágú. 2001Ísland leikur síðata leik sinn í undankeppni Evrópumóts landsliða gegn Írlandi í NJarðvík á morgun, laugardag, kl. 16:30. Ljóst er að þetta írska lið er firnasterkt og í liðinu eru leikmenn sem eru að leika með toppliðum í Evrópu svo sem PAOK og Dafni Athens frá Grikklandi, Gran Canaries frá Spáni, Racing Paris frá Frakklandi og Overanse frá Portúgal. Írska liðið er annars skipað eftirtöldum loeikmönnum: 5. Billy Donlon 188 1977 North Carolina Wilmington USA 6. Adrian Fulton 180 1971 Thorn Killester Ireland 7. Damien Sealy 193 1971 Thorn Killester Ireland 8. Garreth Maguire 185 1970 Star of the Sea Ireland 9. Jay Larranaga 195 1975 Racing Paris Frakkland 10. Tim Kennedy 195 1977 Ovarense Portúgal 11. Mike Mitchell 201 1967 Avidos Giessen Þýskaland 12. Jim Moran 198 1978 Gran Canaries Spánn 14. Dan Callaghan 203 1970 PAOK Grikkland 15. Ken Cavanagh 206 1975 Dafni Athens Grikkland Þjálfari Bill Dooley Aðst. Gerry Fitzpatrick Þjóðirnar hafa mæst 16 sinnum áður í landsleik og hefur Ísland sigrað 12 sinnum en Írar 4 sinnum. Fyrst mættust þjóðirnar í Dublin 24. ágúst 1974 og hafði Ísland sigur með 96 stigum gegn 75. Landslið Íra kom til Íslands frá Finnlandi síðastliðinn sunnudag. Þeir léku við Finna sl. laugardag og unnu leikinn með 84 stigum gegn 81 og tryggðu sér þannig sæti í riðlakeppni EM í fyrsta sinn. Íslendingar og Finnar sitja eftir í riðlinum. Hafa Finnar nú aðeins náð að taka þátt í einni síðustu þremur riðlakeppnum. Staðan í riðlinum er eftirfarandi: Sviss 5 4 1 7 stig Írland 5 4 1 7 stig Finnland 5 2 3 6 stig Ísland 5 0 5 4 stig Leikirnir sem eftir eru eru Ísland – Írland og Sviss - Finnland á laugardaginn. Írar og Svisslendingar hafa þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni EM og er það í fyrsta sinn sem Írar ná því takmarki. Íslenski hópurinn er óbreyttur frá leiknum við Sviss á miðvikudag, en tíu manna liðið verður valið á æfingu í kvöld.