20 ágú. 2001KKÍ hefur gert samning við heildverslunina Primo um að landslið Íslands muni leika í AND 1 íþróttafatnaði næstu tvö árin. Samningur þar að lútandi var undirritaður í dag. AND 1 er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á körfuboltavörum. Vörur fyrirtækisins hafa vakið mikla athygli fyrir gæði og gott útlit og það er mikill fengur fyrir KKÍ að ná samningi við fyrirtækið. Þess má geta að útrás fyrirtækisins á Evrópumarkað er nýhafin og ætlar það sér stóra hluti á þeim markaði. Með samningnum við AND 1 lýkur samstarfi KKÍ við Nike, en landsliðin hafa verið í Nike-búningum frá árinu 1986. Það er án efa einn lengsti íþróttavörusamningur sem um getur hér á landi. KKÍ þakkar Austurbakka fyrir samstarfið sl. 15 ár. mt: Ólafur Rafnsson formaður KKÍ og Ívar Trausti Jósafatsson framkvæmdastjóri Primo handsala AND 1 samninginn í dag.
KKÍ semur við AND 1
20 ágú. 2001KKÍ hefur gert samning við heildverslunina Primo um að landslið Íslands muni leika í AND 1 íþróttafatnaði næstu tvö árin. Samningur þar að lútandi var undirritaður í dag. AND 1 er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á körfuboltavörum. Vörur fyrirtækisins hafa vakið mikla athygli fyrir gæði og gott útlit og það er mikill fengur fyrir KKÍ að ná samningi við fyrirtækið. Þess má geta að útrás fyrirtækisins á Evrópumarkað er nýhafin og ætlar það sér stóra hluti á þeim markaði. Með samningnum við AND 1 lýkur samstarfi KKÍ við Nike, en landsliðin hafa verið í Nike-búningum frá árinu 1986. Það er án efa einn lengsti íþróttavörusamningur sem um getur hér á landi. KKÍ þakkar Austurbakka fyrir samstarfið sl. 15 ár. mt: Ólafur Rafnsson formaður KKÍ og Ívar Trausti Jósafatsson framkvæmdastjóri Primo handsala AND 1 samninginn í dag.