21 júl. 2001Það voru heldur niðurlútar stúlkur sem gengu af velli eftir leik Íslands og Luxemborgar fyrr í dag eftir að hafa tapað með 33 stigum gegn 74 í undanúrslitum Promotion Cup. Íslenska liðið náði sér aldrei á strik í sóknarleik sínum og átti í miklum erfiðleikum með pressuvörn Luxemborgara. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var góður en sóknarleikurinn hræðilegur og var staðan í hálfleik 26-16. Í þriðja leikhluta hrundi leikur liðsins alveg, varnarleikurinn sem hafði verið aðall liðsins brást, sóknin gekk ekki upp og tapaðist leikhlutinn með 26 stigum gegn 6 og úrslit leiksins ráðin. Liðið leikur á morgun gegn liði Skota sem tapaði fyrir Kýpur í hinum undanúrslitaleiknum og eru stúlkurnar ákveðnar í að gera betur, hefna fyrir tapið gegn Skotum í riðlakeppninni og tryggja sér þriðja sætið í mótinu. Það er engin uppgjafartónn í liðinu og allar ákveðnar í að selja sig dýrt í leiknum á morgun. Stig Íslands skoruðu Guðrún Guðmundsdóttir 7, Jovana Stefánsdóttir 6, Ólöf Pálsdóttir 6, Ragnheiður Magnúsdóttir 4, Anna María Guðmundsdóttir 3, Sara Pálmadóttir 2, Svava Stefánsdóttir 2, Fjóla Eiríksdóttir 2 og Erna Magnúsdóttir 1. Með kveðju frá Kýpur Pétur Hrafn Sigurðsson Fararstjóri
Stórtap gegn Luxemborg
21 júl. 2001Það voru heldur niðurlútar stúlkur sem gengu af velli eftir leik Íslands og Luxemborgar fyrr í dag eftir að hafa tapað með 33 stigum gegn 74 í undanúrslitum Promotion Cup. Íslenska liðið náði sér aldrei á strik í sóknarleik sínum og átti í miklum erfiðleikum með pressuvörn Luxemborgara. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var góður en sóknarleikurinn hræðilegur og var staðan í hálfleik 26-16. Í þriðja leikhluta hrundi leikur liðsins alveg, varnarleikurinn sem hafði verið aðall liðsins brást, sóknin gekk ekki upp og tapaðist leikhlutinn með 26 stigum gegn 6 og úrslit leiksins ráðin. Liðið leikur á morgun gegn liði Skota sem tapaði fyrir Kýpur í hinum undanúrslitaleiknum og eru stúlkurnar ákveðnar í að gera betur, hefna fyrir tapið gegn Skotum í riðlakeppninni og tryggja sér þriðja sætið í mótinu. Það er engin uppgjafartónn í liðinu og allar ákveðnar í að selja sig dýrt í leiknum á morgun. Stig Íslands skoruðu Guðrún Guðmundsdóttir 7, Jovana Stefánsdóttir 6, Ólöf Pálsdóttir 6, Ragnheiður Magnúsdóttir 4, Anna María Guðmundsdóttir 3, Sara Pálmadóttir 2, Svava Stefánsdóttir 2, Fjóla Eiríksdóttir 2 og Erna Magnúsdóttir 1. Með kveðju frá Kýpur Pétur Hrafn Sigurðsson Fararstjóri