18 júl. 2001Íslenska unglingalandsliðið sigraði lið Möltu í fyrsta leik sínum á Promotion Cup sem haldið er á Kýpur. Liðið sigraði sannfærandi með 63 stigum gegn 41. Íslensku stúlkurnar hófu leikinn af miklum krafti og léku skínandi vel í fyrri hálfleik. Í fyrsta leikhluta gerði Ísland 17 stig gegn 6 og annan leikhluta vann liðið með 21 stigi gegn 6. Staðan í hálfleik því 38 – 12 Íslandi í vil. Í síðari hálfleik náði liðið ekki að halda einbeitingu, sóknirnar allt of stuttar og varnarleikurinn fremur kærulaus. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum og stóð Erna Magnúsdóttir sig best í annars jöfnu liði Íslands. Eftirtaldir leikmenn skoruðu stig Íslands. Erna Magnúsdóttir 14 (6 frák.) , Svava Stefánsdóttir 11 (9 frák.), Lára Gunnarsdóttir 11, María Anna Guðmundsdóttir 7,Jovana Stefánsdóttir 6, Ólöf Pálsdóttir 4, Fjóla Eiríksdóttir 4, Birna Ýr Skúladóttir 2, Ragnheiður Magnúsdóttir 2, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 2. Gréta Guðbrandsdóttir tók 8 fráköst. Það sem lið Azerbadjan mætti ekki til leiks eiga íslensku stúlkurnar frí á morgun og munu nota daginn til að æfa, skoða sig um í Nicosiu, fara í sund og slappa af. Næsti leikur liðsins verður gegn Skotum á föstudag kl. 17 að Kýpurtíma eða kl. 14 að íslenskum tíma. Allir leikmenn liðsins eru við góða heilsu og líður vel, þrátt fyrir mikinn hita en hitinn fór hæst upp í 42 gráður í dag!! Ferðasöguna má lesa í kistunni hér á heimasíðu KKÍ. Allir biðja fyrir kveðjur heim til Íslands Áfram Ísland Pétur Hrafn Sigurðsson
Fréttir frá Kýpur
18 júl. 2001Íslenska unglingalandsliðið sigraði lið Möltu í fyrsta leik sínum á Promotion Cup sem haldið er á Kýpur. Liðið sigraði sannfærandi með 63 stigum gegn 41. Íslensku stúlkurnar hófu leikinn af miklum krafti og léku skínandi vel í fyrri hálfleik. Í fyrsta leikhluta gerði Ísland 17 stig gegn 6 og annan leikhluta vann liðið með 21 stigi gegn 6. Staðan í hálfleik því 38 – 12 Íslandi í vil. Í síðari hálfleik náði liðið ekki að halda einbeitingu, sóknirnar allt of stuttar og varnarleikurinn fremur kærulaus. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum og stóð Erna Magnúsdóttir sig best í annars jöfnu liði Íslands. Eftirtaldir leikmenn skoruðu stig Íslands. Erna Magnúsdóttir 14 (6 frák.) , Svava Stefánsdóttir 11 (9 frák.), Lára Gunnarsdóttir 11, María Anna Guðmundsdóttir 7,Jovana Stefánsdóttir 6, Ólöf Pálsdóttir 4, Fjóla Eiríksdóttir 4, Birna Ýr Skúladóttir 2, Ragnheiður Magnúsdóttir 2, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 2. Gréta Guðbrandsdóttir tók 8 fráköst. Það sem lið Azerbadjan mætti ekki til leiks eiga íslensku stúlkurnar frí á morgun og munu nota daginn til að æfa, skoða sig um í Nicosiu, fara í sund og slappa af. Næsti leikur liðsins verður gegn Skotum á föstudag kl. 17 að Kýpurtíma eða kl. 14 að íslenskum tíma. Allir leikmenn liðsins eru við góða heilsu og líður vel, þrátt fyrir mikinn hita en hitinn fór hæst upp í 42 gráður í dag!! Ferðasöguna má lesa í kistunni hér á heimasíðu KKÍ. Allir biðja fyrir kveðjur heim til Íslands Áfram Ísland Pétur Hrafn Sigurðsson