22 jún. 2001Metþáttaka var í golfmóti körfuboltamanna sem fram fór á Strandarvelli við Hellu í dag, en alls tóku 46 manns þátt í mótinu. Ríkharður Hrafnkelsson sigraði í keppni án forgjafar og lék hann því manna best eða á 74 höggum. Í öðru sæti án forgjafar varð Ingvi Árnason og Hörður Bergsteinsson varð í þriðja sæti. Þei léku báðir á 84 höggum. Í keppni með forgjöf sigraði Kristján Rafnsson. Í öðru sæti varð Fannar Ólafsson og Ríkharður Hrafnkelsson varð í þriðja sæti. Þeir voru allir í 64 höggum nettó. Nándarverðlaun á 18 braut hlaut Marinó Sveinsson, en hann var 1,31 m frá holun eftir upphafshögg sitt. Mótið var vel heppnað þrátt fyrir nokkurn vind og keppendur voru á öllum aldri. Allt frá landsliðsmönnum frá árinu 1961 (Guðmundur Þorsteinsson, Marinó Sveinsson) til landsliðmanna dagsins í dag (Fannar Ólafsson) og allt þar á milli (Jón Sigurðsson, Torfi Magnússon og fl.). Leikmenn, dómarar, stjórnarmenn og nefndarmenn KKÍ. Stefnt er að því að næsta mót verði á sama tíma að ári eða föstudaginn fyrir Jónsmessu. Ekki hefur verið ákveðið hvar það mót verður haldið.