21 jún. 2001Það verður tíað hátt og slegið fast á Strandarvelli við Hellu á morgun þegar körfuknattleiksmenn láta kylfu ráða kasti í hinu árlega golfmóti KKÍ. Ræst verður út frá kl. 14:00 og er skráning á staðnum. Í fyrra voru keppendur rúmlega 20 talsins, en búist er við mun meiri þátttöku í ár. Sigurvegarinn með forgjöf frá því í fyrra, Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ, hefur æft vel að undanförnu og í samtali við kki.is í dag sagðist hann vera ákveðinn í að verja titilinn. „Ekkert nema sigur kemur til greina hjá mér,“ sagði Pétur um leið og hann hvarf út um dyrnar á leiðinni út á golfvöll. Ekki náðist í sigurvegarann án forgjafar frá því í fyrra, Yngva Árnason úr Borgarnesi.