9 jún. 2001Íslenska landsliðið mætir í dag Írum og fer leikurinn fram í Dublin kl. 18.30 að íslenskum tíma. Írar sem unnu Finna með tveggja stiga mun í Dublin sl. miðvikudag hafa á að skipa mjög sterku liði og má geta þess að enginn leikmanna liðsins leikur í írsku deildarkeppninni. Þeir sem hvíla í íslenska landsliðinu eru þeir Guðlaugur Eyjólfsson og Baldur Ólafsson en Baldur hefur átt við smávægileg meiðsl að stríða. Einnig meiddist Jón Nordal lítillega á tábergi í gær en er leikhæfur og verður með liðinu í dag.
Ísland mætir Írlandi
9 jún. 2001Íslenska landsliðið mætir í dag Írum og fer leikurinn fram í Dublin kl. 18.30 að íslenskum tíma. Írar sem unnu Finna með tveggja stiga mun í Dublin sl. miðvikudag hafa á að skipa mjög sterku liði og má geta þess að enginn leikmanna liðsins leikur í írsku deildarkeppninni. Þeir sem hvíla í íslenska landsliðinu eru þeir Guðlaugur Eyjólfsson og Baldur Ólafsson en Baldur hefur átt við smávægileg meiðsl að stríða. Einnig meiddist Jón Nordal lítillega á tábergi í gær en er leikhæfur og verður með liðinu í dag.