2 jún. 2001Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik leikana með góðum sigri á heimamönnum 107 gegn 102 í hreint út sagt mögnuðum leik. Það ver stappað út að dyrum og met var sett í áhorfendatölu. Heimamenn höfðu á orði að þetta hafi verið besti leikur sem leikinn hafi verið hér. Jón Arnór tók við stöðu Helga Jónasar sem lá upp á hóteli veikur. Jón lék mjög vel og gerði 16 stig auk 8 frákasta og 5 stoðsendinga. Herbert Arnarson var magnaður með 35 stig og þar af 9 þriggja stiga körfur úr 14 tilraunum, margar körfur á mikilvægum augnablikum og Logi Gunnarsson var með sína sýningu líka en hann gerði 29 stig og margar körfurnar hreint ævintýralegar eins og honum einum er lagið, þar af voru 5 þristar úr 10 tilraunum. Þriggja stiga nýtingin var frábær eða 54 %. 18 / 34!! Allt íslenska liðið á hrós skilið fyrir góðan leik, stóru mennirnir okkar þurftu oft að bíta í tunguna á sér því þeir fengu ekki mikið sanngirni, þeir voru lamdir fram og til baka en fengu svo sjálfir villur þegar þeir voru ekki einu sinni nálægt atburðum. Allt íslenska íþróttafólkið mætti til að hvetja og á það hrós skilið og spurning hvort við reynum ekki að fá þetta sama fólk á leiki heima á fróni því ekki veitir af. Hafið þökk fyrir stuðninginn!! Stemmningin var mögnuð og eiga drengirnir eftir að muna eftir þessum leik, hann fer í reynslubankann. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á dómgæsluna sem var döpur svo ekki sé nú meira sagt. Það var ítalskur dómari sem var frekar hliðhollur heimamönnum og virtist stundum ætla að hjálpa þeim yfir þessa hindrun sem íslenska liðið var. Það tókst ekki því okkar menn stóðust álagið og unnu góðan sigur. Það er því ljóst að okkar menn mæta liði Kýpur í dag klukkan 1530 ( 1330 íslenskur tími ) Það má búast við hörkuleik. Ekki er vitað á þessari stundu hvort Helgi Jónas verður með en við vonum það besta. Kveðjur frá San Marinó, íslenka landsliðið í körfuknattleik
Ísland í úrslit eftir magnaðan undanúrslitaleik
2 jún. 2001Ísland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik leikana með góðum sigri á heimamönnum 107 gegn 102 í hreint út sagt mögnuðum leik. Það ver stappað út að dyrum og met var sett í áhorfendatölu. Heimamenn höfðu á orði að þetta hafi verið besti leikur sem leikinn hafi verið hér. Jón Arnór tók við stöðu Helga Jónasar sem lá upp á hóteli veikur. Jón lék mjög vel og gerði 16 stig auk 8 frákasta og 5 stoðsendinga. Herbert Arnarson var magnaður með 35 stig og þar af 9 þriggja stiga körfur úr 14 tilraunum, margar körfur á mikilvægum augnablikum og Logi Gunnarsson var með sína sýningu líka en hann gerði 29 stig og margar körfurnar hreint ævintýralegar eins og honum einum er lagið, þar af voru 5 þristar úr 10 tilraunum. Þriggja stiga nýtingin var frábær eða 54 %. 18 / 34!! Allt íslenska liðið á hrós skilið fyrir góðan leik, stóru mennirnir okkar þurftu oft að bíta í tunguna á sér því þeir fengu ekki mikið sanngirni, þeir voru lamdir fram og til baka en fengu svo sjálfir villur þegar þeir voru ekki einu sinni nálægt atburðum. Allt íslenska íþróttafólkið mætti til að hvetja og á það hrós skilið og spurning hvort við reynum ekki að fá þetta sama fólk á leiki heima á fróni því ekki veitir af. Hafið þökk fyrir stuðninginn!! Stemmningin var mögnuð og eiga drengirnir eftir að muna eftir þessum leik, hann fer í reynslubankann. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á dómgæsluna sem var döpur svo ekki sé nú meira sagt. Það var ítalskur dómari sem var frekar hliðhollur heimamönnum og virtist stundum ætla að hjálpa þeim yfir þessa hindrun sem íslenska liðið var. Það tókst ekki því okkar menn stóðust álagið og unnu góðan sigur. Það er því ljóst að okkar menn mæta liði Kýpur í dag klukkan 1530 ( 1330 íslenskur tími ) Það má búast við hörkuleik. Ekki er vitað á þessari stundu hvort Helgi Jónas verður með en við vonum það besta. Kveðjur frá San Marinó, íslenka landsliðið í körfuknattleik