1 jún. 2001Ísland sigraði með yfirburðum í sínum riðli og lið Mónako varð í öðru sæti, eftir frækinn sigur gegn Andorra sem höfðu 15 stiga forystu í hálfleik. Þetta þýðir það að Ísland mætir liði heimamanna í undanúrslitum í kvöld klukkan 21 ( 19 að íslenskum tíma ) og Kýpur mætir Mónakó. Þetta verða hörkuleikir, það er mikil stemmning þegar lið San Marínó leikur og jafnan fullt hús, leikjum þeirra er sjónvarpað beint. Allt íslenska íþróttafólkið ætlar að fjölmenna á leikinn til að setja ofan í við heimamenn. Ef okkar strákar leika eins og þeir eiga að geta þá vinna þeir leikinn. Það má reikna með því að lið Kýpur komist í úrslitaleikinn þar sem þeir eru mun sterkari en lið Mónakó. Í liði Kýpur leikur bandarískur leikmaður sem m.a. lék sem atvinnumaður á Íslandi með Grindvíkingum fyrir um 10 árum, en hann heitir [v+]http://www.kki.is/tolfraedi/ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=114768[v-]Darren Fowlks[slod-]. Guðlaugur Eyjólfsson var þá vatnsberi Grindvíkinga. Fowlks þessi skoraði 20 stig og var með 4,7 fráköst að meðaltali í 3 leikjum í úrvalsdeildinni. Í úrslitakeppninni 1990 lék hann 2 leiki og var með 32,5 stig að meðaltali.
Ísland mætir San Marínó í undanúrslitum í kvöld
1 jún. 2001Ísland sigraði með yfirburðum í sínum riðli og lið Mónako varð í öðru sæti, eftir frækinn sigur gegn Andorra sem höfðu 15 stiga forystu í hálfleik. Þetta þýðir það að Ísland mætir liði heimamanna í undanúrslitum í kvöld klukkan 21 ( 19 að íslenskum tíma ) og Kýpur mætir Mónakó. Þetta verða hörkuleikir, það er mikil stemmning þegar lið San Marínó leikur og jafnan fullt hús, leikjum þeirra er sjónvarpað beint. Allt íslenska íþróttafólkið ætlar að fjölmenna á leikinn til að setja ofan í við heimamenn. Ef okkar strákar leika eins og þeir eiga að geta þá vinna þeir leikinn. Það má reikna með því að lið Kýpur komist í úrslitaleikinn þar sem þeir eru mun sterkari en lið Mónakó. Í liði Kýpur leikur bandarískur leikmaður sem m.a. lék sem atvinnumaður á Íslandi með Grindvíkingum fyrir um 10 árum, en hann heitir [v+]http://www.kki.is/tolfraedi/ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=114768[v-]Darren Fowlks[slod-]. Guðlaugur Eyjólfsson var þá vatnsberi Grindvíkinga. Fowlks þessi skoraði 20 stig og var með 4,7 fráköst að meðaltali í 3 leikjum í úrvalsdeildinni. Í úrslitakeppninni 1990 lék hann 2 leiki og var með 32,5 stig að meðaltali.