29 maí 2001Íslenska landsliðið er komið til San Marino þar sem liðið tekur þátt í Ólympíuleikum smáþjóða. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Andorra í dag og hefst leikurinn kl. 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið tók þátt í opnunarhátíð leikanna í gærkvöld. Liðið var tilbúið fyrir utan leikvanginn um kl. 20.30. Ekki var gert ráð fyrir að keppendur gengu inn á leikvanginn fyrr en kl. 22.00 og lauk athöfninni ekki fyrr en um miðnættið. Voru margir keppenda óhressir með hversu athöfnin dróst á langinn, sérstaklega þeir sem hefja áttu keppni í morgun. Íslensku leikmennirnir voru nokkuð stirðir í morgun en eftir meðferð hjá Ísak Leifssyni nuddara liðsins þá líður öllum vel og eru tilbúnir í leikinn gegn Andorra.
Ísland mætir Andorra í dag
29 maí 2001Íslenska landsliðið er komið til San Marino þar sem liðið tekur þátt í Ólympíuleikum smáþjóða. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Andorra í dag og hefst leikurinn kl. 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið tók þátt í opnunarhátíð leikanna í gærkvöld. Liðið var tilbúið fyrir utan leikvanginn um kl. 20.30. Ekki var gert ráð fyrir að keppendur gengu inn á leikvanginn fyrr en kl. 22.00 og lauk athöfninni ekki fyrr en um miðnættið. Voru margir keppenda óhressir með hversu athöfnin dróst á langinn, sérstaklega þeir sem hefja áttu keppni í morgun. Íslensku leikmennirnir voru nokkuð stirðir í morgun en eftir meðferð hjá Ísak Leifssyni nuddara liðsins þá líður öllum vel og eru tilbúnir í leikinn gegn Andorra.