18 maí 2001Fyrir Alþingi liggur tillaga allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Alls bárust 28 umsóknir um ríkisborgarétt að þessu sinni, en allsherjarnefnd leggur til að 11 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni. Meðal þeirra er Brenton Joe Birmingham fyrirliði Íslandsmeistara UMFN. Störfum Alþingis átti að ljúka í dag, en ljóst er að svo verður ekki. Það verður hins vegar á næstu dögum og þá verður frumvarpið um ríkisborgararéttinn afgreitt. Hefð er fyrir því að tillögur allherjarnefndar séu samþykktar óbreyttar. Frumvarp allsherjarnefndar lítur svona út: Frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Frá allsherjarnefnd. 1. gr. Ríkisborgararétt skulu öðlast: 1. Bergur Már Ágústsson, f. 9. júlí 1984 á Íslandi. 2. Birmingham, Brenton Joe, körfuknattleiksmaður í Reykjanesbæ, f. 29. nóvember 1972 í Bandaríkjunum. 3. Delgado Aponte, Ana Milena, nemi í Reykjavík, f. 26. apríl 1979 í Kólumbíu. 4. Derayat, Amid, nemi í Reykjavík, f. 5. maí 1964 í Íran. 5. Doak, John Michael, verkamaður í Hafnarfirði, f. 26. september 1964 í Bandaríkjunum. 6. Kordek, Krystyna Jadwiga, verkakona, f. 22. maí 1976 í Póllandi. 7. Long, Viet Vo, verkamaður í Reykjavík, f. 12. mars 1962 í Víetnam. 8. Margaríta Haukurovna Hauksson, f. 1. febrúar 1997 í Rússlandi. 9. Moroshkina, Svetlana Aleksyevna, kennari í Neskaupsstað, f. 16. maí 1967 í Sovétríkj unum. 10. Roshdy Soliman, Mohamed Mohamed, prjónavélasérfræðingur, f. 12. maí 1958 í Egyptalandi. 11. Weuza, Mwangawe Victoria, flugfreyja, f. 4. ágúst 1967 í Kenýa. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. Allsherjarnefnd bárust 28 umsóknir um ríkisborgararétt á 126. löggjafarþingi, sbr. 6. gr. laga um ríkisborgararétt, nr. 100/1952. Nefndin leggur til að ellefu einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að þessu sinni. (Heimild: althingi.is) mt: Brenton Birmingham eftir að UMFN tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í vetur.
Brenton Birmingham að fá íslenskan ríkisborgararétt
18 maí 2001Fyrir Alþingi liggur tillaga allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Alls bárust 28 umsóknir um ríkisborgarétt að þessu sinni, en allsherjarnefnd leggur til að 11 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni. Meðal þeirra er Brenton Joe Birmingham fyrirliði Íslandsmeistara UMFN. Störfum Alþingis átti að ljúka í dag, en ljóst er að svo verður ekki. Það verður hins vegar á næstu dögum og þá verður frumvarpið um ríkisborgararéttinn afgreitt. Hefð er fyrir því að tillögur allherjarnefndar séu samþykktar óbreyttar. Frumvarp allsherjarnefndar lítur svona út: Frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Frá allsherjarnefnd. 1. gr. Ríkisborgararétt skulu öðlast: 1. Bergur Már Ágústsson, f. 9. júlí 1984 á Íslandi. 2. Birmingham, Brenton Joe, körfuknattleiksmaður í Reykjanesbæ, f. 29. nóvember 1972 í Bandaríkjunum. 3. Delgado Aponte, Ana Milena, nemi í Reykjavík, f. 26. apríl 1979 í Kólumbíu. 4. Derayat, Amid, nemi í Reykjavík, f. 5. maí 1964 í Íran. 5. Doak, John Michael, verkamaður í Hafnarfirði, f. 26. september 1964 í Bandaríkjunum. 6. Kordek, Krystyna Jadwiga, verkakona, f. 22. maí 1976 í Póllandi. 7. Long, Viet Vo, verkamaður í Reykjavík, f. 12. mars 1962 í Víetnam. 8. Margaríta Haukurovna Hauksson, f. 1. febrúar 1997 í Rússlandi. 9. Moroshkina, Svetlana Aleksyevna, kennari í Neskaupsstað, f. 16. maí 1967 í Sovétríkj unum. 10. Roshdy Soliman, Mohamed Mohamed, prjónavélasérfræðingur, f. 12. maí 1958 í Egyptalandi. 11. Weuza, Mwangawe Victoria, flugfreyja, f. 4. ágúst 1967 í Kenýa. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. Allsherjarnefnd bárust 28 umsóknir um ríkisborgararétt á 126. löggjafarþingi, sbr. 6. gr. laga um ríkisborgararétt, nr. 100/1952. Nefndin leggur til að ellefu einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að þessu sinni. (Heimild: althingi.is) mt: Brenton Birmingham eftir að UMFN tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í vetur.