13 maí 2001Gísli Georgsson fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar KR var kjörinn í stjórn KKÍ á 41. ársþingi sambandsins sem haldið var á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Gísli kom inn í stjórnina í stað Ólafs Jóhannssonar sem hætti í stjórninni vegna brottflutnings til útlanda. Þá voru þau Erla Sveinsdóttir, Jóhannes Karl Sveinsson og Hannes Jónsson endurkjörin í stjórnina til tveggja ára. Í varastjórn voru þeir Sturla Jónsson, Sigurður Skúli Bárðarson og Gísli Friðjónsson allir endurkjörnir. Einnig var kosið í hinar ýmsu nefndir og urðu litlar sem engar breytingar á nefndarskipaninni. Þá var kosið í nýjan körfuknattleiksdómstól í fyrsta sinn samkvæmt nýrri dómstólaskipan. Í dómstólinn voru kjörnir: Gísli Gíslason, Helgi Ingólfur Jónsson, Halldór Halldórsson, Bogi Hjálmtýsson og Jóhannes Karl Sveinsson.
Gísli Georgsson kjörinn í stjórn KKÍ
13 maí 2001Gísli Georgsson fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar KR var kjörinn í stjórn KKÍ á 41. ársþingi sambandsins sem haldið var á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Gísli kom inn í stjórnina í stað Ólafs Jóhannssonar sem hætti í stjórninni vegna brottflutnings til útlanda. Þá voru þau Erla Sveinsdóttir, Jóhannes Karl Sveinsson og Hannes Jónsson endurkjörin í stjórnina til tveggja ára. Í varastjórn voru þeir Sturla Jónsson, Sigurður Skúli Bárðarson og Gísli Friðjónsson allir endurkjörnir. Einnig var kosið í hinar ýmsu nefndir og urðu litlar sem engar breytingar á nefndarskipaninni. Þá var kosið í nýjan körfuknattleiksdómstól í fyrsta sinn samkvæmt nýrri dómstólaskipan. Í dómstólinn voru kjörnir: Gísli Gíslason, Helgi Ingólfur Jónsson, Halldór Halldórsson, Bogi Hjálmtýsson og Jóhannes Karl Sveinsson.